Lífið

Glæsi­legt rað­hús Maríu Paz til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hjónin hafa endurnýjað húsið töluvert að innan og er útkoman afar glæsileg.
Hjónin hafa endurnýjað húsið töluvert að innan og er útkoman afar glæsileg.

María Gomez lífstílsbloggari og eiginmaður hennar Ragnar Már Reynisson hafa sett raðhús sitt við Ásbúð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1979. Eignin hefur verið endurnýjuð að innan á vandaðan og smekklegan máta. Ásett verð er 163,7 milljónir.

Heimili Maríu og Ragnars er afar glæsilegt þar sem ljósir litatónar í húsgögnum og innastokkmunum umvefja rýmin á mínímalískan máta.

Undanfarið ár bjó María á Spáni þar sem hún fór í heljarinnar framkvæmdir á húsi sem áður var í eigu frænku hennar heitinnar. María hefur minnkað veru sína á samfélagsmiðlum upp á síðkastið og ekki liggur fyrir hvert fjölskyldan er að flytja, eða hvort þau stefni á að setjast að á Spáni.

María hefur lengi haldið úti lífstílsbloggi og Instagram reikningi undir vinnuheitinu paz.is. Þar deilir hún girnilegum uppskriftum og hagnýtum ráðum þegar kemur að innanhúshönnun.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Kristján Orri

Umrætt hús er 245 fermetra að stærð á tveimur hæðum. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Á gólfum er harðparket í fiskibeinamynstri.

Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og samliggjandi rými með útgengi á svalir sem snúa í norður. Í eldhúsi er hvít innrétting sem næri upp í loft og stærðarinnar eyja með viðar borðplötu. Í stofunni er stór og stæðilegur arinn sem setur sjarmerandi svip á stofurýmið.

Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri

Fleiri fréttir

Sjá meira


×