Heimir Hallgríms þegar búinn að tryggja sambandinu 277 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 12:30 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022. Getty/Shaun Clark Suðurameríkukeppnin í fótbolta, Copa América, fer fram í sumar og við Íslendingar eigum þar flottan fulltrúa. Heimir Hallgrímsson þjálfar jamaíska landsliðið og kom liðinu í úrslitakeppnina um Suðurameríkutitilinn. Jamaíka tryggði sér farseðilinn þangað með því að komast alla leið í úrslit Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameriku. Með þessum árangri hefur Heimir þegar tryggt jamaíska knattspyrnusambandinu tvær milljónir dollara eða 277 milljónir íslenskra króna. Mótshaldarar Copa América í ár hafa nefnilega greint frá því að verðlaunaféð hafi aldrei verið hærra í sögu keppninnar. Í raun tekur það risastórt stökk. Sources: Copa América to pay out record $72mThis summer's Copa America is set to distribute $72m in participation fees and prize money to the tournament's teams, with the winner getting $16m, sources told ESPN.https://t.co/zbIEQcA5q3— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 25, 2024 Alls verða greiddar 72 milljónir dollara í verðlaunafé. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttökuna en síðan verður fjörutíu milljónum skipt á milli þeirra eftir árangri. Í síðustu Copa América keppni þá voru greiddar 19,5 milljónir dollara fyrir árangur í keppninni. Þetta er því meira en tvöföldun á verðlaunafénu. Suðurameríkumeistarar Argentínu fengu 6,5 milljónir dollara fyrir sigur sinn í keppninni sumarið 2021 en sigurvegararnir í sumar fá sextán milljónir dollara eða meira en 2,2 milljarða í íslenskum krónum. Komist Jamaíka alla leið í undanúrslitin þá er sambandið öruggt með fjórar milljónir dollara að auki. Til þess þarf liðið auðvitað að komast upp úr riðlinum en í honum eru auk Jamaíka lið Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Tvö efstu í riðlinum komst í átta liða úrslit. Riðill Jamaíka spilar þá við riðil A en í honum eru Argentína, Perú, Síle og Kanada. Suðurameríkukeppnin hefst 20. júní næstkomandi og fyrsti leikur Jamaíka er á móti Mexíkó tveimur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Copa América Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Heimir Hallgrímsson þjálfar jamaíska landsliðið og kom liðinu í úrslitakeppnina um Suðurameríkutitilinn. Jamaíka tryggði sér farseðilinn þangað með því að komast alla leið í úrslit Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameriku. Með þessum árangri hefur Heimir þegar tryggt jamaíska knattspyrnusambandinu tvær milljónir dollara eða 277 milljónir íslenskra króna. Mótshaldarar Copa América í ár hafa nefnilega greint frá því að verðlaunaféð hafi aldrei verið hærra í sögu keppninnar. Í raun tekur það risastórt stökk. Sources: Copa América to pay out record $72mThis summer's Copa America is set to distribute $72m in participation fees and prize money to the tournament's teams, with the winner getting $16m, sources told ESPN.https://t.co/zbIEQcA5q3— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 25, 2024 Alls verða greiddar 72 milljónir dollara í verðlaunafé. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttökuna en síðan verður fjörutíu milljónum skipt á milli þeirra eftir árangri. Í síðustu Copa América keppni þá voru greiddar 19,5 milljónir dollara fyrir árangur í keppninni. Þetta er því meira en tvöföldun á verðlaunafénu. Suðurameríkumeistarar Argentínu fengu 6,5 milljónir dollara fyrir sigur sinn í keppninni sumarið 2021 en sigurvegararnir í sumar fá sextán milljónir dollara eða meira en 2,2 milljarða í íslenskum krónum. Komist Jamaíka alla leið í undanúrslitin þá er sambandið öruggt með fjórar milljónir dollara að auki. Til þess þarf liðið auðvitað að komast upp úr riðlinum en í honum eru auk Jamaíka lið Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Tvö efstu í riðlinum komst í átta liða úrslit. Riðill Jamaíka spilar þá við riðil A en í honum eru Argentína, Perú, Síle og Kanada. Suðurameríkukeppnin hefst 20. júní næstkomandi og fyrsti leikur Jamaíka er á móti Mexíkó tveimur dögum síðar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Copa América Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira