Innlent

Höllurnar taka for­ystuna en að­eins hárs­breidd á milli þeirra og Katrínar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir.
Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir. Vísir/Vilhelm

Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur.

Halla Hrund er samkvæmt könnuninni með 21 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir með 20,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir með 20,1 prósent. Þar á eftir koma Baldur Þórhallsson með 16,9 prósent fylgi og Jón Gnarr með 11,4 prósent.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Prósent spurði einnig að því hvern menn teldu sigurstranglegastan og þar voru niðurstöður mun meira afgerandi en 44,8 prósent nefndu Katrínu. Þá nefndu 20,7 prósent Höllu Hrund, 15,7 prósent Höllu Tómasdóttur, 10,8 prósent Baldur og 3,5 prósent Jón.

Athyglisvert er hve mikill munur er á niðurstöðu könnunar Prósents og kannanna Gallup og Maskínu sem birtar voru fyrir helgi. Þær sýndu Katrínu Jakobsdóttur komna með nokkuð afgerandi forskot.


Tengdar fréttir

Halla T skýst upp í annað sæti en Katrín leiðir

Halla Tómasdóttir skýst upp í annað sæti forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Katrín Jakobsdóttir er aftur á móti með afgerandi forystu og marktækur munur er á fylgi hennar og Höllu.

Katrín að taka afgerandi forystu

Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent.

Enginn kemst sjálf­krafa í könnunar­hóp Prósents

Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×