Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2024 15:30 Fólki fjölgar og fjölgar í Vík, ekki síst eldra fólki og þá er nauðsynlegt að hafa gott hjúkrunarheimili á staðnum en núverandi heimili er orðið gamalt og lúið en þjónar samt sínu hlutverki vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Núverandi hjúkrunarheimili í Vík er komið til ára sinna en þar er rými fyrir 15 einstaklinga. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu er alltaf meiri þörf fyrir pláss á slíku heimili fyrir íbúa. Nú leggur sveitarstjórn Mýrdalshrepps mikla áherslu á að nýtt fimmtán manna hjúkrunarheimili verði byggt í Vík. En hvernig er staðan á núverandi heimili? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Aðstaðan er ekki lengur nógu góð. Þetta er orðið gamalt heimili og þetta er bara í okkar huga einn hlekkur í þessari samfélagskeðju, sem er algjörlega jafn mikilvæg og allir aðrir hlekkir. Það er jafn mikilvægt held ég að hafa gott hjúkrunarheimili eins og að hafa góðan leikskóla,” segir Einar Freyr og bætir við. „Síðan auðvitað snýst þetta líka um það að þetta er ákveðin liður í því að halda fólki hérna hjá okkur, það er að þessi Þjónusta sé til staðar alveg nákvæmlega eins og fjölskyldufólk myndi ekki búa ef það væri ekki leikskóli.” Og þið eruð að biðja um heimili fyrir 15 hjúkrunarrými? „Já, það er það sem viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir. Það er stærðin eins og hún er í dag en ég sjálfur hefði auðvitað vilja sjá aðeins fleiri hjúkrunarrými en það sem við erum líka á að opna á þarna er að við viljum sjá að sveitarfélagið komið þarna inn með þjónustuíbúðir fyrir aldraða og það er líka möguleiki á því að ríkið skoði að setja heilsugæslu þarna en þa er heilsugæsla hér í Vík, sem er komin á viðhald,” segir Einar Freyr. Einar Freyr segir að nýtt fyrirkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila verði notað við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík og fasteignafélögum verið þá gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. „Ég held að þetta geti vel gerst og ég hef væntingar til þess að ráðuneytið muni bregðast vel við þessu,” segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem er bjartsýnn á að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Hjúkrunarheimili Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Núverandi hjúkrunarheimili í Vík er komið til ára sinna en þar er rými fyrir 15 einstaklinga. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu er alltaf meiri þörf fyrir pláss á slíku heimili fyrir íbúa. Nú leggur sveitarstjórn Mýrdalshrepps mikla áherslu á að nýtt fimmtán manna hjúkrunarheimili verði byggt í Vík. En hvernig er staðan á núverandi heimili? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Aðstaðan er ekki lengur nógu góð. Þetta er orðið gamalt heimili og þetta er bara í okkar huga einn hlekkur í þessari samfélagskeðju, sem er algjörlega jafn mikilvæg og allir aðrir hlekkir. Það er jafn mikilvægt held ég að hafa gott hjúkrunarheimili eins og að hafa góðan leikskóla,” segir Einar Freyr og bætir við. „Síðan auðvitað snýst þetta líka um það að þetta er ákveðin liður í því að halda fólki hérna hjá okkur, það er að þessi Þjónusta sé til staðar alveg nákvæmlega eins og fjölskyldufólk myndi ekki búa ef það væri ekki leikskóli.” Og þið eruð að biðja um heimili fyrir 15 hjúkrunarrými? „Já, það er það sem viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir. Það er stærðin eins og hún er í dag en ég sjálfur hefði auðvitað vilja sjá aðeins fleiri hjúkrunarrými en það sem við erum líka á að opna á þarna er að við viljum sjá að sveitarfélagið komið þarna inn með þjónustuíbúðir fyrir aldraða og það er líka möguleiki á því að ríkið skoði að setja heilsugæslu þarna en þa er heilsugæsla hér í Vík, sem er komin á viðhald,” segir Einar Freyr. Einar Freyr segir að nýtt fyrirkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila verði notað við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík og fasteignafélögum verið þá gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. „Ég held að þetta geti vel gerst og ég hef væntingar til þess að ráðuneytið muni bregðast vel við þessu,” segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem er bjartsýnn á að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Hjúkrunarheimili Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði