Lífið

Sumarleg pitaya-skál frá Balí sem þú verður að prófa

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Júlíu er margt til lista lagt í eldhúsinu og deilir reglulega gómsætum uppskriftum fylgjendum sínum á Instagram.
Júlíu er margt til lista lagt í eldhúsinu og deilir reglulega gómsætum uppskriftum fylgjendum sínum á Instagram.

Júlía Magnúsdóttir, hráfæðiskokkur og eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar, deildi uppskrift að sumarlegri smoothie skál á dögunum sem er sögð bragðast eins og ís. Meginuppistaðan í skálinni er hinn suðræni og skærbleiki drekaávöxtur sem er stútfullur af næringarefnum.

Pitaya skál frá Balí

Hráefni:

2-4 msk chia fræ lögð í bleyti

1/2 bolli ósætuð kókos- eða kasjúhnetumjólk og meira eftir þörfum

1 pakki pitaya frosið

1 stk banani afhýddur og frosin

1/2 bolli jarðaber frosin

1/2 bolli mangó frosið

1 skammtur af vegan próteini 

1 tsk maca (val)

Ofan á má setja það sem ykkur lystir t.d: Möndlu- eða hnetusmjör, banana, jarðaber, bláber, ristaðar kókosflögur, gojiber, ósætað granóla, graskersfræ eða hnetur.

Aðferð:

Hrærið chia fræjum, vökva og ávöxtum saman í kröftugum blandara.

Setjið prótein og maca út í og hrærið örlítið til viðbótar.

Bætið við meiri vökva hægt og bítandi eftir þörfum.

Gætið þess að hræra ekki of mikið þar sem þið viljið að áferðin sé frosin og þykk.

Bætið við af jarðaberjum, mangó eða banana ef þið viljið þykkja.

Setjið blönduna í skál og greymið í frysti þar til þið skreytið skálina. 

Setjið allt sem ykkur lystir á skálina og njótið!

Fyrir barnvænni útgáfu má sleppa próteini og maca.


Hvað er pitaya?

„Pitaya, eða drekaávöxtur eins og hann heitir á íslensku, er skærbleikur ávöxtur sem vex í suðrænu umhverfi Suður Ameríku. Ávöxturinn er sérlega næringarríkur og inniheldur mikið af trefjum, C-vítamíni og andoxunarefnum. Drekaávöxtur er meðal fárra ávaxta sem innihalda járn. Talið er að Pitaya geti bætt meltinguna þar sem hann inniheldur forlífsgerla (e.pre-biotic).“


Fleiri fréttir

Sjá meira


×