Innlent

Skúli metinn hæfastur í Hæsta­rétt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.
Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis og fyrrverandi héraðsdómari var metinn hæfastur af fjórum umsækjendum um embætti dómara við Hæstarétt. 

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Embættið var auglýst til umsóknar þann 1. mars af dómsmálaráðuneytinu en skipunin er frá 1. ágúst næstkomandi.

Fjórar umsóknir bárust um embættið. Aðalsteinn E. Jónasson Landsréttardómari, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómsstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur sóttu um embættið auk Skúla.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda taldi Skúla hæfastan umsækjenda til að hljóta skipun og hefur skilað tillögu þess efnis til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Dómnefndina skipuðu Sigurður Tómas Magnússon, formaður, Andri Árnason, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

Dómnefndin taldi Skúla standa fremstan umsækjenda og Aðalsteinn honum næstur að tilteknum matsþáttum sem lagðir voru til grundvallar, svo sem kennslu í lögfræði, störf í lögfræði, virkni í fræðistörfum, menntun, stjórnunarreynslu og dómarastörf.

Umsögn nefndarinnar má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×