Lífið

Af vængjum fram: Ýmist skömmuð fyrir geiflurnar eða fyrir að vera fýluleg

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Katrín er reynslubolti þegar það kemur að því að borða sterka vængi en heitustu sósurnar tóku samt á.
Katrín er reynslubolti þegar það kemur að því að borða sterka vængi en heitustu sósurnar tóku samt á. Vísir

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi segist frjálsari til þess að tala um allskonar hluti nú þegar hún er ekki lengur í stjórnmálum. Hún er ein frambjóðanda sem hefur áður borðað sterka vængi fyrir framan myndavél og segist hafa verið búin að gleyma sársaukanum sem því fylgir.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjórða þætti Af vængjum fram, nýjum skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Von er á öllum forsetaframbjóðendum í þáttinn næstu daga.

Klippa: Af vængjum fram - Katrín Jakobsdóttir

Ekki borðað vængi í átta ár

Katrín rifjar upp í þættinum að hún hafi eitt sinn borðað sterka vængi áður fyrir framan myndavélar, fyrir kosningarnar 2016. „Ég held ég hafi jafnvel ekki borðað kjúklingavængi síðan,“ segir Katrín meðal annars. Hún segist ekkert sérlega hrifin af sterkum mat.

Þá segir Katrín frá því sem hefur komið henni mest á óvart við forsetaframboðið. Hún segir líka hvernig það sé að ræða við fólk hafandi verið í stjórnmálum í svo mörg ár. Þá leggur hún sig alla fram um að íslenska heiti vængjasósunnar með skrautlegum árangri.

Katrín ræðir líka sambandsslit sín á yngri árum og hvernig það er að geta loksins tjáð sig um allskonar hluti án þess að eiga á hættu að brjóta siðareglur. Katrín syngur þjóðsönginn, svarar hraðaspurningum og ræðir andlitssvipi sína sem undanfarin ár hafa vakið gríðarlega athygli.

Horfa má á fleiri þætti úr seríunni Af vængjum fram á sjónvarpsvef Vísis. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×