Innlent

Óttast um af­drif Íransforseta og ferðaveðrið í beinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Óttast er að þyrla með forseta Írans innanborðs hafi hrapað í fjalllendi í norðvesturhluta landsins í dag. Margt er á huldu um atburðarásina. Við sýnum frá leitinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sjónskertur maður, var sem drengur, sóttur af lögreglu og lokaður inni í unglingafangelsi í tvö ár á áttunda áratug síðustu aldar. Tildrög vistunnar hans eru alls óljós og honum gafst ekki kostur á skólagöngu meðan hann dvaldi þar.

Nokkrir forsetaframbjóðendur hafa lýst efasemdum um skoðanakannanir í aðdraganda kosninga og segja ekki hægt að draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær.

Fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins stendur nú sem hæst en ferðaveður er með versta móti. Við förum yfir veðurspána með veðurfræðingi í beinni útsendingu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×