Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 21:31 Trausti Haraldsson er framkvæmdastjóri Prósents. Vísir/Sigurjón Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira