Lífið

Hönnunarhús Markúsar Mána og Kristínar til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var endurhannað að hluta til árið 2023 af Rut Káradóttur.
Húsið var endurhannað að hluta til árið 2023 af Rut Káradóttur.

Markús Máni M. Maute, annar stofnandi hug­búnaðarfyr­ir­tæksins Abler, og eiginkona hans Kristín Laufey Guðjónsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Lindarbraut á Seltjarnarnesi á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 185 milljónir.

Um er að ræða 210 fermetra hús á einni hæð. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt og byggt árið 1980. Húsið var endurnýjað að miklu leiti árið 2023 í hönnun Rut Káradóttur.

Fasteignaljósmyndun

Heimili hjónanna er fallega innréttað þar sem upprunaleg hönnun hússins fær að njóta sín á sjarmerandi máta. Þar má nefna hvíttmálaðan múrsteinsvegg í borðstofu og viðklæðningu í lofti.

Stofur er rúmgóðar og bjartar með útgengi á á skjólgóða verönd til suðvesturs.

Baðherbergi er smekklega hannað með sérsmíðuðum innréttingum og vaski úr náttúrustein.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Fleiri fréttir

Sjá meira


×