Sagði sína menn hafa þurft að þjást og hrósaði varamarkverðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 22:31 Pep Guardiola hrósaði Stefan Ortega í hástert. Justin Setterfield/Getty Images „Það eru miklar tilfinningar til staðar í svona leikjum og því getur maður oft ekki spilað sinn besta leik,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, eftir 2-0 sigur liðsins á Tottenham Hotspur í kvöld. Sá sigur skilar liðinu á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu. Varðandi spennustigið þá sagði Pep að ákafi mótherjans spilaði inn í sem og gæðin sem þeir kæmu með. Tottenham hafði einnig að öllu að keppa en liðið þurfti sigur til að halda draumi sínum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lífi. Það gekk ekki og Aston Villa er komið aftur í deild þeirra bestu eftir langa bið. Aston Villa Football Club.Back on Europe’s biggest stage.#UCL // @ChampionsLeague pic.twitter.com/axW43889au— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 14, 2024 „Þeir eru með frábært lið. Líkamlega sterkir, spila af miklum ákafa, vel þjálfaðir, góðir með og án bolta,“ sagði Pep um lið Tottenham og hélt áfram. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við héldum haus á erfiðum augnablikum og markverðirnir okkar gerðu sitt. Á endanum þá refsuðum við þeim á réttu augnabliki.“ Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar Ederson meiddist um miðjan síðari hálfleik og átti einfaldlega stórlek í markinu. Hann varði til að mynda meistaralega þegar Son Heung-min slapp einn í gegn. „Hann hefur gert þetta síðan hann kom fyrst til okkar. Við höfum séð gæðin sem hann býr yfir. Hann hefur svo oft átt ótrúlegar markvörslur. Spurs er svo fljótt fram á við með Dejan Kulusevski, James Maddison, Son, Ben Johnson ásamt Pedro Porro og Pape Sarr. Þeir búa yfir gríðarlega mörgum vopnum.“ What a performance from #Ortega!It is never easy coming off the bench as a goalkeeper & #Ortega stepped up in 3 big moments & made 3 big saves, all when the score was 1-0!Saves: 3Expected Saves: 1.93Goals Prevented: +1.07A title winning performance for #MCFC!#TOTMCI pic.twitter.com/FpEL6viCPL— John Harrison (@Jhdharrison1) May 14, 2024 „Við vissum að við þyrftum að þjást en það gefur okkur líf að fá að spila einn leik til viðbótar á heimavelli á sunnudaginn.“ Man City mætir West Ham United á sunnudaginn kemur. Pep segir ekkert nema sigur koma til greina og að leikmenn séu alls ekki byrjaðir að fagna. „Leikmenn vita að þetta er ekki búið, fagnaðarlætin eru ekki hafin. Við erum glaðir og okkur er létt því við vildum vera á toppnum fyrir lokaumferðina. Við vitum að við höfum verk að vinna og stuðningsfólkið mun styðja við okkur. Við þurfum að undirbúa okkur vel, einbeita okkur og gera okkar besta,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Varðandi spennustigið þá sagði Pep að ákafi mótherjans spilaði inn í sem og gæðin sem þeir kæmu með. Tottenham hafði einnig að öllu að keppa en liðið þurfti sigur til að halda draumi sínum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lífi. Það gekk ekki og Aston Villa er komið aftur í deild þeirra bestu eftir langa bið. Aston Villa Football Club.Back on Europe’s biggest stage.#UCL // @ChampionsLeague pic.twitter.com/axW43889au— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 14, 2024 „Þeir eru með frábært lið. Líkamlega sterkir, spila af miklum ákafa, vel þjálfaðir, góðir með og án bolta,“ sagði Pep um lið Tottenham og hélt áfram. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við héldum haus á erfiðum augnablikum og markverðirnir okkar gerðu sitt. Á endanum þá refsuðum við þeim á réttu augnabliki.“ Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar Ederson meiddist um miðjan síðari hálfleik og átti einfaldlega stórlek í markinu. Hann varði til að mynda meistaralega þegar Son Heung-min slapp einn í gegn. „Hann hefur gert þetta síðan hann kom fyrst til okkar. Við höfum séð gæðin sem hann býr yfir. Hann hefur svo oft átt ótrúlegar markvörslur. Spurs er svo fljótt fram á við með Dejan Kulusevski, James Maddison, Son, Ben Johnson ásamt Pedro Porro og Pape Sarr. Þeir búa yfir gríðarlega mörgum vopnum.“ What a performance from #Ortega!It is never easy coming off the bench as a goalkeeper & #Ortega stepped up in 3 big moments & made 3 big saves, all when the score was 1-0!Saves: 3Expected Saves: 1.93Goals Prevented: +1.07A title winning performance for #MCFC!#TOTMCI pic.twitter.com/FpEL6viCPL— John Harrison (@Jhdharrison1) May 14, 2024 „Við vissum að við þyrftum að þjást en það gefur okkur líf að fá að spila einn leik til viðbótar á heimavelli á sunnudaginn.“ Man City mætir West Ham United á sunnudaginn kemur. Pep segir ekkert nema sigur koma til greina og að leikmenn séu alls ekki byrjaðir að fagna. „Leikmenn vita að þetta er ekki búið, fagnaðarlætin eru ekki hafin. Við erum glaðir og okkur er létt því við vildum vera á toppnum fyrir lokaumferðina. Við vitum að við höfum verk að vinna og stuðningsfólkið mun styðja við okkur. Við þurfum að undirbúa okkur vel, einbeita okkur og gera okkar besta,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira