„Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2025 07:03 Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban leiða okkur í allan sannleikann um draumaliðsleik enska boltans Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. Að gefnu tilefni ræddi Vísir við Albert Þór Guðmundsson, samanlagt stigahæsta Fantasy Premier League spilara Íslands frá upphafi og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Fantasýn, sem hann mun halda úti í vetur ásamt Sindra Kamban. Albert er sem áður segir stigahæsti Fantasy spilari landsins, svokallaður sérfræðingur, og menntaður hagfræðingur sem leggur áherslu á tölfræðihluta leiksins. Sindri er grínisti sem hefur margoft komið fram með Improv Ísland og er einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem þjónninn í Bannað að hlæja þáttunum sem slógu í gegn síðasta vetur. Því mætti segja að þeir myndi hina fullkomnu blöndu. „Það er þessi tölfræðiþáttur, sem er alltaf að verða mikilvægari og sífellt auðveldara að nálgast góð gögn til að byggja ákvarðanirnar út frá. Svo er það sjónprófið, sem að margir kannski styðjast of mikið við, en rétta leiðin er einhver blanda af þessu tvennu og það verður einmitt þannig. Ég kem að tölfræðihliðinni en Sindri mun segja meira frá því sem hann sér þegar hann horfir á leikina.“ Til mikils að vinna í hverjum mánuði Allir sem skrá sig til leiks í Fantasy Premier League á Íslandi verða sjálfkrafa skráðir í deild sjónvarpsrétthafans, Sýnar. Veittir verða veglegir vinningar fyrir þann stigahæsta í hverjum mánuði fyrir sig. Sá stigahæsti yfir allt tímabilið vinnur svo flug, gistingu og miða á leik í enska boltanum. „Þetta er einstök deild sem hefur aldrei verið gerð áður á Íslandi… Þessi týpa af deild er algjör nýjung, sá sem hefur átt sjónvarpsréttinn á enska boltanum hingað til hefur ekki nýtt sér þetta. Að mínu viti er þetta mjög góð leið til að virkja áhorfendur og auka áhugann á enska boltanum.“ Fylgja sérfræðingunum líka eftir Albert og Sindri munu að sjálfsögðu deila eigin reynslu í hlaðvarpinu og segja frá því hvernig þeirra liðum gengur en auk þess munu þeir fá að fylgjast með liðum hjá lýsendum og þáttastjórnendum enska boltans á Sýn Sport. „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ segir Albert. Síðasti séns en ekkert stress Fresturinn til að velja lið fyrir fyrstu leikvikuna rennur út klukkan hálf sex en Albert segir allt í góðu að gleyma sér, tímabilið sé ekki búið þó maður missi af byrjuninni. „Við brýnum fyrir hlustendum sem gleyma sér að það er samt þess virði að búa til lið eftir þann frest, því Sýn deildin mun veita mánaðarlega vinninga út árið. Það er alltaf hægt að vinna í mánaðarlegu deildunum, þó það sé kannski aðeins meiri brekka að vinna allt tímabilið.“ Í fyrsta þætti vetrarins fóru þeir Albert og Sindri yfir allar helstu reglur leiksins, hvaða reglubreytingar hafa átt sér stað fyrir komandi tímabil, hvaða áhrif félagsskipti í enska boltanum hafa á næsta tímabil, tölfræði leikmanna frá undirbúningstímabilinu og veittu hlustendum vel valin ráð fyrir komandi tímabil. Vísir er í eigu Sýnar. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Að gefnu tilefni ræddi Vísir við Albert Þór Guðmundsson, samanlagt stigahæsta Fantasy Premier League spilara Íslands frá upphafi og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Fantasýn, sem hann mun halda úti í vetur ásamt Sindra Kamban. Albert er sem áður segir stigahæsti Fantasy spilari landsins, svokallaður sérfræðingur, og menntaður hagfræðingur sem leggur áherslu á tölfræðihluta leiksins. Sindri er grínisti sem hefur margoft komið fram með Improv Ísland og er einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem þjónninn í Bannað að hlæja þáttunum sem slógu í gegn síðasta vetur. Því mætti segja að þeir myndi hina fullkomnu blöndu. „Það er þessi tölfræðiþáttur, sem er alltaf að verða mikilvægari og sífellt auðveldara að nálgast góð gögn til að byggja ákvarðanirnar út frá. Svo er það sjónprófið, sem að margir kannski styðjast of mikið við, en rétta leiðin er einhver blanda af þessu tvennu og það verður einmitt þannig. Ég kem að tölfræðihliðinni en Sindri mun segja meira frá því sem hann sér þegar hann horfir á leikina.“ Til mikils að vinna í hverjum mánuði Allir sem skrá sig til leiks í Fantasy Premier League á Íslandi verða sjálfkrafa skráðir í deild sjónvarpsrétthafans, Sýnar. Veittir verða veglegir vinningar fyrir þann stigahæsta í hverjum mánuði fyrir sig. Sá stigahæsti yfir allt tímabilið vinnur svo flug, gistingu og miða á leik í enska boltanum. „Þetta er einstök deild sem hefur aldrei verið gerð áður á Íslandi… Þessi týpa af deild er algjör nýjung, sá sem hefur átt sjónvarpsréttinn á enska boltanum hingað til hefur ekki nýtt sér þetta. Að mínu viti er þetta mjög góð leið til að virkja áhorfendur og auka áhugann á enska boltanum.“ Fylgja sérfræðingunum líka eftir Albert og Sindri munu að sjálfsögðu deila eigin reynslu í hlaðvarpinu og segja frá því hvernig þeirra liðum gengur en auk þess munu þeir fá að fylgjast með liðum hjá lýsendum og þáttastjórnendum enska boltans á Sýn Sport. „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ segir Albert. Síðasti séns en ekkert stress Fresturinn til að velja lið fyrir fyrstu leikvikuna rennur út klukkan hálf sex en Albert segir allt í góðu að gleyma sér, tímabilið sé ekki búið þó maður missi af byrjuninni. „Við brýnum fyrir hlustendum sem gleyma sér að það er samt þess virði að búa til lið eftir þann frest, því Sýn deildin mun veita mánaðarlega vinninga út árið. Það er alltaf hægt að vinna í mánaðarlegu deildunum, þó það sé kannski aðeins meiri brekka að vinna allt tímabilið.“ Í fyrsta þætti vetrarins fóru þeir Albert og Sindri yfir allar helstu reglur leiksins, hvaða reglubreytingar hafa átt sér stað fyrir komandi tímabil, hvaða áhrif félagsskipti í enska boltanum hafa á næsta tímabil, tölfræði leikmanna frá undirbúningstímabilinu og veittu hlustendum vel valin ráð fyrir komandi tímabil. Vísir er í eigu Sýnar.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira