Tónlist

Lauf­ey tók lagið hjá Jimmy Fallon

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Laufey sló í gegn á sviðinu hjá Jimmy Fallon og það kemur engum á óvart sem hana kannast við.
Laufey sló í gegn á sviðinu hjá Jimmy Fallon og það kemur engum á óvart sem hana kannast við.

Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó.

Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Hún mætti á dögunum í glæsilegum kjól frá Prabal Gurung á Met Gala í hópi frægðarmenna og stefnir hraðbyri að því að verða einn þekktasti Íslendingurinn.

Laufey deildi hluta af myndskeiði úr þætti Fallon á Instagram síðu sinni. Eðli málsins samkvæmt hefur myndskeiðið vakið gríðarlega athygli enda heillaði söngkonan salinn upp úr skónum með seiðandi flutning.

Laufey hlaut á dögunum Grammy verðlaun fyrir plötu sína Bewitched. Þá hefur hún verið á tónleikaferðalagi um heim allan og kom til að mynda fram í Hörpu á dögunum svo athygli vakti.


Tengdar fréttir

Laufey skein skært á Met Gala

Tónlistarkonan, súperstjarnan og Grammy verðlaunahafinn Laufey fékk boð á eftirsóttasta tískuviðburð í heimi, Met Gala í New York. Hún skein skært í gærkvöldi í bleikum síðkjól frá tískuhúsinu Pra­bal Gur­ung.  


Fleiri fréttir

Sjá meira


×