Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 16:05 Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns og Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags. Vísir/Arnar/Sóltún Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. Aðstandendur íbúa hjúkrunarheimilisins Sóltúns hafa mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við heimilið, sem eiga að hefjast í haust. Meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu var Elín Hirst, sem segir að sjúklingar á Sóltúni séu viðkvæmur hópur sem þoli illa þann hávaða, mengun og annað ónæði sem fylgir framkvæmdum. Ætla að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns segir í skriflegu svari til fréttastofu að stjórnendur heimilisins og eigendur þess, Reginn, taki undir áhyggjur aðstandenda, en á sama tíma vilja þau fullvissa aðstandendur um það að þau ætli að leggja sig fram með markvissum aðgerðum og í samráði við íbúa og aðstandendur til að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu. Halldór Benjamín forstjóri Regins, segir að þau ætli að setja upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda þeirra í algjöran forgang í tengslum við framkvæmdirnar. Þau Halla og Halldór vonast til þess að rask og almennt ónæði verði sem minnst, og þau muni áfram skoða hvað hægt sé að gera þannig að svo megi verða. Horft hafi verið til þess við val á byggingaraðferð og hönnun nýja hússins að stytta byggingartímann sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir fleiri hjúkrunarrýmum Þá segir Halla að til hafi staðið í mörg ár að stækka Sóltún, og forsvarsmenn Sóltúns hafi talað opinskátt fyrir þörf á frekari uppbyggingu enda eftirspurnin gríðarleg. Um 250 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð að biðlistinn muni lengjast hratt með hlutfallslegri fjölgun aldraðra á næstu árum. „Til ársins 2040 þarf að byggja 1600 ný hjúkrunarrými til að halda í við eftirspurnna en það þýðir eitt 94 rýma hjúkrunarheimili á ári. Reginn hf (eigandi fasteignarinnar) og Sóltún (rekstraraðilinn) eru að bregðast við þessari eftirspurn eftir fleiri þjónustuúrræðum,“ segir Halla. Halldór segir að verið sé að taka mið meðal annars af framtíðarþörfum hjúkrunarheimilisins, verið sé til að mynd að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Rekstraraðilar Sóltúns séu mjög spennt að fá húsnæði sitt stækkað, en eftir framkvæmdirnar verði möguleiki á að veita enn fleirum þjónustu á þessu eftirsótta hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Aðstandendur íbúa hjúkrunarheimilisins Sóltúns hafa mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við heimilið, sem eiga að hefjast í haust. Meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu var Elín Hirst, sem segir að sjúklingar á Sóltúni séu viðkvæmur hópur sem þoli illa þann hávaða, mengun og annað ónæði sem fylgir framkvæmdum. Ætla að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns segir í skriflegu svari til fréttastofu að stjórnendur heimilisins og eigendur þess, Reginn, taki undir áhyggjur aðstandenda, en á sama tíma vilja þau fullvissa aðstandendur um það að þau ætli að leggja sig fram með markvissum aðgerðum og í samráði við íbúa og aðstandendur til að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu. Halldór Benjamín forstjóri Regins, segir að þau ætli að setja upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda þeirra í algjöran forgang í tengslum við framkvæmdirnar. Þau Halla og Halldór vonast til þess að rask og almennt ónæði verði sem minnst, og þau muni áfram skoða hvað hægt sé að gera þannig að svo megi verða. Horft hafi verið til þess við val á byggingaraðferð og hönnun nýja hússins að stytta byggingartímann sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir fleiri hjúkrunarrýmum Þá segir Halla að til hafi staðið í mörg ár að stækka Sóltún, og forsvarsmenn Sóltúns hafi talað opinskátt fyrir þörf á frekari uppbyggingu enda eftirspurnin gríðarleg. Um 250 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð að biðlistinn muni lengjast hratt með hlutfallslegri fjölgun aldraðra á næstu árum. „Til ársins 2040 þarf að byggja 1600 ný hjúkrunarrými til að halda í við eftirspurnna en það þýðir eitt 94 rýma hjúkrunarheimili á ári. Reginn hf (eigandi fasteignarinnar) og Sóltún (rekstraraðilinn) eru að bregðast við þessari eftirspurn eftir fleiri þjónustuúrræðum,“ segir Halla. Halldór segir að verið sé að taka mið meðal annars af framtíðarþörfum hjúkrunarheimilisins, verið sé til að mynd að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Rekstraraðilar Sóltúns séu mjög spennt að fá húsnæði sitt stækkað, en eftir framkvæmdirnar verði möguleiki á að veita enn fleirum þjónustu á þessu eftirsótta hjúkrunarheimili.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53