Nemendur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2024 20:09 Hópurinn úr Flóaskóla, sem er að spila í Hörpu þessa dagana og vekur þar mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira