Nemendur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2024 20:09 Hópurinn úr Flóaskóla, sem er að spila í Hörpu þessa dagana og vekur þar mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira