Sport

Bein út­sending: Kynna til­lögur að fyrir­komu­lagi afreksstarfs á Ís­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kynningarfundur Áfram Ísland – samvinna til árangurs, fer fram í dag og verður hægt að horfa á hann í beinni útsendingu hér inn á Vísi.
Kynningarfundur Áfram Ísland – samvinna til árangurs, fer fram í dag og verður hægt að horfa á hann í beinni útsendingu hér inn á Vísi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnir í dag niðurstöðu úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnir í dag niðurstöðu úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi.

Mennta- og barnamálaráðherra skipaði starfshóp um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks í janúar 2023. Hlutverk starfshópsins var að yfirfara og leggja til breytingar á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem hópurinn taldi þurfa til að stuðningur við afreksíþróttafólk á Íslandi verði í fremstu röð. Staða og umgjörð

afreksíþrótta á Íslandi var greind og í þessari skýrslu eru settar fram tillögur að nýrri nálgun í afreksmálum og aðgerðum til nokkurra ára. Í vinnu starfshópsins var lögð rík áhersla á að setja fram tillögur sem efla og styrkja afrekstarf í íþróttum í sinni víðustu mynd.

Starfshópurinn um mun kynna tillögur sínar á opnum kynningarfundi í dag, 30. apríl kl. 16:00 í Laugardalshöll. Að lokinni kynningu á niðurstöðunum verða pallborðsumræðar meðal fundargesta og bakhjarlanna sem standa að framkvæmdinni annars vegar og íþróttafólks og þjálfara sem aðgerðirnar beinast að hins vegar.

Dagskrá:

• Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra

• Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra

• Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

• Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ kynnir niðurstöður skýrslunnar

• Pallborðsumræður

Hér fyrir ofan má fylgjast með kyningunni á niðurstöðum starfshópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×