Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:01 Feðgarnir Fernando og Þórólfur. Vísir Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. Þórkatla sem annast kaup á húsnæði í Grindavík hefur borist um 730 umsóknir um að félagið kaupi fasteignir í bænum og hefur samþykkt kaup á um 260. Hluti Grindvíkinga er því byrjaður að flytja allt sitt alfarið úr bænum. Það er eitt og annað heillegt sem finnst í endurvinnslugámum Grindvíkinga þessa dagana enda vel flestir íbúar að fara í miklu minna húsnæði og erfitt að koma dótinu fyrir. „Góði hirðirinn og þeir í Keflavík líka, þetta er allt orðið yfirfullt af húsgögnum og dóti. Þeir bara geta ekki tekið á móti þessu,“ segir Þórólfur Már Þórólfsson sem tekinn var tali á endurvinnslustöð Grindvíkinga. Þar var einnig Baldur Pálsson. Ákveðin hreinsun 8Við erum rétt að byrja. Það fer sennilega rúmlega helmingur af búslóðinni í tunnuna,“ segir Baldur. Heilmikið af heillegu dóti? „Já, þegar verið var að henda uppi á Festaplani, þegar gámarnir voru þar, þá stóðu mublur þar á planinu því gámarnir fylltust strax.“ Enginn að hirða það? „Það mátti enginn koma hingað í bæinn.“ Það hlýtur að vera ansi sárt? „Þetta er líka ákveðin hreinsun. Maður tekur til aðeins í lífinu,“ segir Baldur. Hann játar því að þetta reyni á taugarnar. Þarf að farga mjög miklu „Fólk fer í miklu minna húsnæði. Eins og við, við lendum í þriggja herbergja blokkaríbúð. Erum að fara úr yfir tvö hundruð fermetra húsi.“ Fernando Már Þórólfsson var að hjálpa föður sínum. „Það er sumt sem maður mundi vilja reyna að losna við en nennir ekki að standa í því að bíða. Svo mega utanaðkomandi ekki koma nema í fylgd. Þá er maður bara að henda þessu, til að losa sig við þetta sem fyrst.“ Róbert Novak var í sömu erindagjörðum. Hann segist þurfa að farga mjög miklu. „Maður er að leigja án geymslu svo maður þarf eiginlega að henda mest af dótinu sem maður hefur,“ segir Róbert. Ekki hjálpi til að hann hafi líka verið með marga hluti á háaloftinu hjá sér. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík Umhverfismál Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þórkatla sem annast kaup á húsnæði í Grindavík hefur borist um 730 umsóknir um að félagið kaupi fasteignir í bænum og hefur samþykkt kaup á um 260. Hluti Grindvíkinga er því byrjaður að flytja allt sitt alfarið úr bænum. Það er eitt og annað heillegt sem finnst í endurvinnslugámum Grindvíkinga þessa dagana enda vel flestir íbúar að fara í miklu minna húsnæði og erfitt að koma dótinu fyrir. „Góði hirðirinn og þeir í Keflavík líka, þetta er allt orðið yfirfullt af húsgögnum og dóti. Þeir bara geta ekki tekið á móti þessu,“ segir Þórólfur Már Þórólfsson sem tekinn var tali á endurvinnslustöð Grindvíkinga. Þar var einnig Baldur Pálsson. Ákveðin hreinsun 8Við erum rétt að byrja. Það fer sennilega rúmlega helmingur af búslóðinni í tunnuna,“ segir Baldur. Heilmikið af heillegu dóti? „Já, þegar verið var að henda uppi á Festaplani, þegar gámarnir voru þar, þá stóðu mublur þar á planinu því gámarnir fylltust strax.“ Enginn að hirða það? „Það mátti enginn koma hingað í bæinn.“ Það hlýtur að vera ansi sárt? „Þetta er líka ákveðin hreinsun. Maður tekur til aðeins í lífinu,“ segir Baldur. Hann játar því að þetta reyni á taugarnar. Þarf að farga mjög miklu „Fólk fer í miklu minna húsnæði. Eins og við, við lendum í þriggja herbergja blokkaríbúð. Erum að fara úr yfir tvö hundruð fermetra húsi.“ Fernando Már Þórólfsson var að hjálpa föður sínum. „Það er sumt sem maður mundi vilja reyna að losna við en nennir ekki að standa í því að bíða. Svo mega utanaðkomandi ekki koma nema í fylgd. Þá er maður bara að henda þessu, til að losa sig við þetta sem fyrst.“ Róbert Novak var í sömu erindagjörðum. Hann segist þurfa að farga mjög miklu. „Maður er að leigja án geymslu svo maður þarf eiginlega að henda mest af dótinu sem maður hefur,“ segir Róbert. Ekki hjálpi til að hann hafi líka verið með marga hluti á háaloftinu hjá sér. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Grindavík Umhverfismál Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira