Innlent

Dramatík þegar tveimur var til­kynnt um ó­lög­leg fram­boð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Landskjörstjórn á fundi sínum í Þjóðminjasafninu.
Landskjörstjórn á fundi sínum í Þjóðminjasafninu.

Landskjörstjórn ætlar að úrskurða um gildi forsetaframboða á fundi í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 11. Vísir verður í beinni útsendingu frá fundinum og fylgist með gangi mála í forsetavaktinni.

Þrettán skiluðu inn framboði til forseta Íslands á föstudaginn. Tólf á fundi landskjörstjórnar í Hörpu og einn rafrænt. Nokkrir frambjóðendur fengu skilaboð um helgina að fjöldi meðmælenda væri ekki nægur og fengu frest til klukkan 17 í gær að bæta úr.

Þessi skiluðu inn framboði og verður fróðlegt að sjá hvaða framboð reynast lögleg. Frambjóðendur hafa svo þann kost að kæra niðurstöðu landskjörstjórnar.

  • Arn­ar Þór Jóns­son
  • Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir
  • Ástþór Magnús­son Wium
  • Bald­ur Þór­halls­son
  • Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son
  • Halla Hrund Loga­dótt­ir
  • Halla Tóm­as­dótt­ir
  • Helga Þóris­dótt­ir
  • Jón Gn­arr
  • Katrín Jak­obs­dótt­ir
  • Kári Vil­mund­ar­son Han­sen
  • Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir
  • Vikt­or Trausta­son

Sjá má helstu tíðindi af fundinum í forsetavakt Vísis hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×