Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson takast á um forystusætið og Jón Gnarr og Hulda Hrund Logadóttir um þriðja sætið samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Grafík/Sara Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47
Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25