Kynferðislegt ofbeldi: Kynlíf eftir áföll Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 23. apríl 2024 20:01 Indíana Rós er kynfræðingur og með M.Ed gráðu í Kynfræði frá Widener University auk þess að vera með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vísir Áföll og þungbær reynsla hefur ýmiss konar áhrif á fólk og jafnvel þótt tveir einstaklingar upplifi nákvæmlega sama áfallið getur upplifun fólks verið mismunandi og ekki öll sem upplifa sömu afleiðingar eða einkenni eftir atburðinn. Til dæmis ef við tökum bílslys, þar sem tveir einstaklingar sitja saman í aftursætunum og fá alveg jafn mikið högg á sig. Þessi sem er 15 ára, heilsuhraustur, hefur gott og traust samband við fjölskyldusína og takmarkaða áfallasögu jafnar sig kannski vel, á meðan hinn er 25 ára. Hann lenti í öðru bílslysi fyrir tveimur árum áður, ólst upp við heimilisofbeldi og glímir við verki eftir fyrra bílslysið. Hann upplifir slysið kannski allt öðruvísi en sá yngri. Sá eldri þróar jafnvel með sér áfallastreituröskun og vill aldrei setjast aftur upp í bíl því hann vill forðast allt sem minnir sig á bílslysið. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Margt hefur áhrif á hvernig við upplifum áföll. Til dæmis má nefna fyrri upplifanir og áföll, aðgengi að stuðningi, hæfni einstaklinganna og þeirra sem eru nálægt þeim til að takast á við erfiða hluti, og í stóra samhenginu - viðbrögð stærra samfélagsins í kringum okkur. Margt er hægt að gera til að vinna úr áfallinu. Vísir/Getty Algeng fyrstu viðbrögð eftir áföll geta verið: þreyta, ruglingur, sorg, kvíði, pirringur, doði, hugrof, líkamleg óþægindi og sljóleiki. Flest upplifa eitthvað af þessum einkennum fyrst um sinn en svo líða þau hjá með tímanum þegar fólk er komið í öryggi, kannski búið að fara á heilsugæsluna í skoðun og bara komið heim í ró. Það kann að vakna daginn eftir, enn þá smá eftir sig, en með tímanum jafnar þetta sig og því fer að líða betur. Merki um alvarlegri viðbrögð geta verið að þessi einkenni af áfallinu haldi áfram og séu jafnvel nokkuð ákafari þrátt fyrir að fólk sé komið í öryggi. Einstaklingum kann að líða eins og þeir séu enn í bílslysinu eða aðstæðunum. Líkaminn er ekki alveg að ná að vinna úr áfallinu og átta sig á að aðilinn er bara kominn undir sæng upp í sófa. Ef einkennin halda áfram og í meira en mánuð, aðilinn er kannski alltaf að sjá fyrir sér bílslysið eða dreyma um það. Hann er farinn að forðast að fara í bíl eða ætlar kannski aldrei aftur að keyra þessa götu. Á erfitt með að halda einbeitingu og bregður mikið við minnsta tilefni þá getur hann verið að þróa með sér áfallastreitu og þá er tími til kominn að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, til dæmis fara til sálfræðings í áfallameðferð. Kynferðislegt ofbeldi getur líka haft þessar afleiðingar og eins mismunandi og við erum mörg, geta afleiðingarnar verið mismunandi. Kynferðislegt ofbeldi hefur þá, kannski ólíkt dæminu um bílslys, meiri bein áhrif á kynlífið okkar. Þá eru aldur, tengsl við gerendur og fyrri sambönd þættir sem hafa áhrif á upplifun og afleiðingar ofbeldisins. Það sem bætist við kynferðislega ofbeldið, frekar en í til dæmis í bílslysum, er mikil skömm sem fólk upplifir og þar kemur svo sterkt inn það sem nefnt var áðan: Það sem hefur áhrif á okkur eru þessi viðbrögð samfélagsins í kringum okkur. Mikil þolendaskömm er í kringum kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu og upplifir fólk þá að ofbeldið hafi verið sér að kenna. Til dæmis spurningarnar: „Varstu fullur?“, „Hvernig varstu klædd?“, „Já meina, ef þú sendir typpamynd þá eru bara allar líkur á að hún fari í dreifingu!“ Kynferðisleg skömm hefur mikil áhrif á kynlífið okkar, það getur haft áhrif á getu okkar til að segja hvað við viljum og hvað við viljum ekki, gert okkur óörugg með okkur, við getum átt erfiðara með að setja mörk og margt annað. Þá eru viðbrögð þolenda gagnvart kynlífinu sjálfu alls konar. Til dæmis forðast sum algjörlega allt kynlíf með öðrum og forðast sjálfsfróun á meðan sum vilja stunda mikið kynlíf. Sum vilja breyta sjálfu sér á einhvern hátt og þá er kynferðislegt ofbeldi áhættuþáttur á að þróa með sér átröskun. Mikilvægt er að eiga samtal við þann sem þú stundar kynlíf með um málið. Vísir/Getty En það er margt sem hægt er að gera til að vinna úr áfallinu og líða betur í kynlífinu, til dæmis: Eiga samtal við þann sem þú stundar kynlíf með. Þú þarft ekki að segja frá ofbeldinu í smáatriðum, en ef þú þekkir ákveðnar kveikjur (e. triggers) hjá þér sem er gott fyrir hjásvæfu að vita, þá er gott að segja frá því. Kannski viltu alls ekki vera snert á hægri öxlinni, því það gerðist í ofbeldinu. Þá er gott fyrir aðilann sem þú ert með að vita það svo sá geti meðvitað forðast hægri öxlina. Fara hægt,ræða samþykki og hvernig það lítur út hjá ykkur. Ræða þetta áður en kemur að kynlífinu sjálfu. Hvernig bregðist þið við ef eitthvað breytist í kynlífinu? Ef það kemur kveikja í kynlífinu, hvað vilt þú gera? Kannski þarftu bara alveg að stoppa kynlífið, kannski er nóg að gera eitthvað til að dreifa huganum og ná hausnum aftur í kynlífið. Sjálfsfróun getur þá verið góð leið til að finna hægt og rólega aftur öryggi við kynveruna sem þú ert. Aldís Þorbjörg, kynlífsráðgjafi og sálfræðingur, fór með mér yfir þessa hluti og við köfuðum dýpra í allt þetta og meira til í þessum þætti hér að neðan af Kynlífinu. Kynlíf Kynlífið með Indíönu Rós Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Til dæmis ef við tökum bílslys, þar sem tveir einstaklingar sitja saman í aftursætunum og fá alveg jafn mikið högg á sig. Þessi sem er 15 ára, heilsuhraustur, hefur gott og traust samband við fjölskyldusína og takmarkaða áfallasögu jafnar sig kannski vel, á meðan hinn er 25 ára. Hann lenti í öðru bílslysi fyrir tveimur árum áður, ólst upp við heimilisofbeldi og glímir við verki eftir fyrra bílslysið. Hann upplifir slysið kannski allt öðruvísi en sá yngri. Sá eldri þróar jafnvel með sér áfallastreituröskun og vill aldrei setjast aftur upp í bíl því hann vill forðast allt sem minnir sig á bílslysið. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Margt hefur áhrif á hvernig við upplifum áföll. Til dæmis má nefna fyrri upplifanir og áföll, aðgengi að stuðningi, hæfni einstaklinganna og þeirra sem eru nálægt þeim til að takast á við erfiða hluti, og í stóra samhenginu - viðbrögð stærra samfélagsins í kringum okkur. Margt er hægt að gera til að vinna úr áfallinu. Vísir/Getty Algeng fyrstu viðbrögð eftir áföll geta verið: þreyta, ruglingur, sorg, kvíði, pirringur, doði, hugrof, líkamleg óþægindi og sljóleiki. Flest upplifa eitthvað af þessum einkennum fyrst um sinn en svo líða þau hjá með tímanum þegar fólk er komið í öryggi, kannski búið að fara á heilsugæsluna í skoðun og bara komið heim í ró. Það kann að vakna daginn eftir, enn þá smá eftir sig, en með tímanum jafnar þetta sig og því fer að líða betur. Merki um alvarlegri viðbrögð geta verið að þessi einkenni af áfallinu haldi áfram og séu jafnvel nokkuð ákafari þrátt fyrir að fólk sé komið í öryggi. Einstaklingum kann að líða eins og þeir séu enn í bílslysinu eða aðstæðunum. Líkaminn er ekki alveg að ná að vinna úr áfallinu og átta sig á að aðilinn er bara kominn undir sæng upp í sófa. Ef einkennin halda áfram og í meira en mánuð, aðilinn er kannski alltaf að sjá fyrir sér bílslysið eða dreyma um það. Hann er farinn að forðast að fara í bíl eða ætlar kannski aldrei aftur að keyra þessa götu. Á erfitt með að halda einbeitingu og bregður mikið við minnsta tilefni þá getur hann verið að þróa með sér áfallastreitu og þá er tími til kominn að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, til dæmis fara til sálfræðings í áfallameðferð. Kynferðislegt ofbeldi getur líka haft þessar afleiðingar og eins mismunandi og við erum mörg, geta afleiðingarnar verið mismunandi. Kynferðislegt ofbeldi hefur þá, kannski ólíkt dæminu um bílslys, meiri bein áhrif á kynlífið okkar. Þá eru aldur, tengsl við gerendur og fyrri sambönd þættir sem hafa áhrif á upplifun og afleiðingar ofbeldisins. Það sem bætist við kynferðislega ofbeldið, frekar en í til dæmis í bílslysum, er mikil skömm sem fólk upplifir og þar kemur svo sterkt inn það sem nefnt var áðan: Það sem hefur áhrif á okkur eru þessi viðbrögð samfélagsins í kringum okkur. Mikil þolendaskömm er í kringum kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu og upplifir fólk þá að ofbeldið hafi verið sér að kenna. Til dæmis spurningarnar: „Varstu fullur?“, „Hvernig varstu klædd?“, „Já meina, ef þú sendir typpamynd þá eru bara allar líkur á að hún fari í dreifingu!“ Kynferðisleg skömm hefur mikil áhrif á kynlífið okkar, það getur haft áhrif á getu okkar til að segja hvað við viljum og hvað við viljum ekki, gert okkur óörugg með okkur, við getum átt erfiðara með að setja mörk og margt annað. Þá eru viðbrögð þolenda gagnvart kynlífinu sjálfu alls konar. Til dæmis forðast sum algjörlega allt kynlíf með öðrum og forðast sjálfsfróun á meðan sum vilja stunda mikið kynlíf. Sum vilja breyta sjálfu sér á einhvern hátt og þá er kynferðislegt ofbeldi áhættuþáttur á að þróa með sér átröskun. Mikilvægt er að eiga samtal við þann sem þú stundar kynlíf með um málið. Vísir/Getty En það er margt sem hægt er að gera til að vinna úr áfallinu og líða betur í kynlífinu, til dæmis: Eiga samtal við þann sem þú stundar kynlíf með. Þú þarft ekki að segja frá ofbeldinu í smáatriðum, en ef þú þekkir ákveðnar kveikjur (e. triggers) hjá þér sem er gott fyrir hjásvæfu að vita, þá er gott að segja frá því. Kannski viltu alls ekki vera snert á hægri öxlinni, því það gerðist í ofbeldinu. Þá er gott fyrir aðilann sem þú ert með að vita það svo sá geti meðvitað forðast hægri öxlina. Fara hægt,ræða samþykki og hvernig það lítur út hjá ykkur. Ræða þetta áður en kemur að kynlífinu sjálfu. Hvernig bregðist þið við ef eitthvað breytist í kynlífinu? Ef það kemur kveikja í kynlífinu, hvað vilt þú gera? Kannski þarftu bara alveg að stoppa kynlífið, kannski er nóg að gera eitthvað til að dreifa huganum og ná hausnum aftur í kynlífið. Sjálfsfróun getur þá verið góð leið til að finna hægt og rólega aftur öryggi við kynveruna sem þú ert. Aldís Þorbjörg, kynlífsráðgjafi og sálfræðingur, fór með mér yfir þessa hluti og við köfuðum dýpra í allt þetta og meira til í þessum þætti hér að neðan af Kynlífinu.
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Indíönu Rós Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“