Menning

Þau eru til­nefnd til Maí­stjörnunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar í Gunnarshúsi fyrr í dag.
Tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar í Gunnarshúsi fyrr í dag. Aðsend

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Í tilkynningu segir að tilnefndar bækur séu: 

  • Áður en ég breytist eftir Elías Knörr Útgefandi: Mál og menning 
  • Dulstirni/Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi: Dimma 
  • Vandamál vina minna eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur Útgefandi: Bjartur 
  • Flagsól eftir Melkorku Ólafsdóttur og Unu Hlíf Bárudóttur Útgefandi: Mál og menning 
  • Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Útgefandi JPV 
  • Í myrkrinu fór ég til Maríu eftir Sonju B. Jónsdóttur Útgefandi: Veröld

Maístjarnan er ljóðabókaverðlaun Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Rithöfundasambands Íslands og verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 15. maí næstkomandi.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2023, alls 83, sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. 

Dómnefnd skipa Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Jakub Stachowiak fyrir hönd Landsbókasafnsins. 

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×