Fimmtungur ánægður með störf Einars borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 10:30 Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Tuttugu prósent segjast ánægðr með störf hans í könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Um fimmtungur svarenda nýrrar könnunar segist ánægður með störf Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra, og meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Jafnmargir telja minnihlutann og meirihlutann standa sig illa. Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent. Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Skoðanakönnun Maskínu um fylgi flokka í Reykjavík, svonefndur borgarviti, er sú fyrsta þar sem spurt er um störf Einars eftir að hann tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri fyrr á þessu ári. Fleiri segjast óánægðir með störf hans en ánægðir, 28 prósent gegn tuttugu prósentum. Rétt rúmur helmingur telur frammistöðu nýja borgarstjórans í meðallagi. Töluverður munur er á afstöðu borgarbúa til Einars eftir því hvar þeir búa í borginni. Þannig sögðust 27 prósent íbúa í miðborginni og Vesturbænum ánægð með hann en aðeins sautján prósent þeirra sem búa austan Elliðaáa. Einar er nokkuð minna óvinsæll en borgarstjórnarmeirihlutinn. Nítján prósent segjast ánægð með störf meirihlutans en 44 prósent óánægð. Þó að vinsældir meirihlutans aukist aðeins um prósentustig á milli kannana þá eru þeir sem segjast óánægðir nú nokkru færri en í nóvember þegar helmingur svaraði á þá leið. Þrátt fyrir þessa veikleika meirihlutans virðist minnihlutanum ekki verða mikið ágegnt. Aðeins tíu prósent telja hann standa sig vel en 44 prósent illa, sama hlutfall og er óánægt með meirihlutann. Dagur B. Eggertsson er nú formaður borgarráðs eftir að hann lét af embætti borgarstjóra. Flestir nefna hann sem þann borgarfulltrúa sem þeim finnst haf staðið sig best á kjörtímabilinu.Vísir/Arnar Dagur vinsælasti borgarfulltrúinn Af einstökum flokkum er það að segja að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru langstærstir og með helming fylgisins. Hvor flokkur um sig er með í kringum fjórðungsfylgi, Samfylkingin ívið stærri. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið eins og hann hefur gert í könnunum á landsvísu. Hann mælist nú með sjö prósent fylgi. Litlar breytingar er á fylgi annarra flokka. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp tólf prósent og Viðreisn fjórði stærsti með rúm níu prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5 prósent en hann fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022. Vinsælasti borgarfulltrúinn er Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi formaður borgarráðs, sem 21,5 prósent svarenda nefndi sem þann sem hefði staðið sig best á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, með 13,8 prósent og í þriðja sæti Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, með 11,4 prósent. Einar Þorsteinsson borgarstjóri er í fimmta sæti á listanum með sjö prósent.
Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira