Hæstiréttur skoðar ekki ellefu ára gamalt slys í Sinfó Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 14:40 Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir skaðabótamál sem sviðsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðaði gegn hljómsveitinni og tónlistarhúsinu Hörpu vegna vinnuslyss. Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar. Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar.
Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira