Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:00 Friction spilar á Íslandi. Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. „Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Tónlist Dans Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Tónlist Dans Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira