Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:00 Friction spilar á Íslandi. Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. „Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Tónlist Dans Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
„Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Tónlist Dans Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira