Katrín hafi enn ekki ákveðið sig Árni Sæberg skrifar 5. apríl 2024 11:49 Guðmundur Ingi var brattur að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð. Þetta sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni í dag hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Því biði margir í ofvæni eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í morgun. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði. Gefur kost á sér í forystuna Guðmundur Ingi segir að verði niðurstaðan sú að Katrín fari fram taki hann þeirri ákvörðun fagnandi. „Ég hef gefið kost á mér í forystuna og mun reyna að axla þá ábyrgð eftir minni allra bestu getu.“ Það hafi ekki órað fyrir honum í upphafi árs að sá möguleiki væri fyrir hendi að forsætisráðherra byði sig fram til forseta. Getur hugsað sér að verða forsætisráðherra Hann segir að vilji Vinstri grænna að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hvort sem Katrín verði með eða ekki. Hún sé gríðarlega sterkur leiðtogi en maður komi í manns stað. Hann hafi rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja um framhaldið fari Katrín fram en ekkert liggi fyrir um það hver tæki við forsætisráðuneytinu. Langar þig að verða forsætisráðherra? „Hvað vill maður ekki í pólitík? Vill maður ekki hafa áhrif? Þannig að ég útiloka ekki neitt í þeim efnum.“ Katrín Jakobsdóttir veitti ekki viðtöl að fundi loknum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Tengdar fréttir Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Þetta sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni í dag hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Því biði margir í ofvæni eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í morgun. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði. Gefur kost á sér í forystuna Guðmundur Ingi segir að verði niðurstaðan sú að Katrín fari fram taki hann þeirri ákvörðun fagnandi. „Ég hef gefið kost á mér í forystuna og mun reyna að axla þá ábyrgð eftir minni allra bestu getu.“ Það hafi ekki órað fyrir honum í upphafi árs að sá möguleiki væri fyrir hendi að forsætisráðherra byði sig fram til forseta. Getur hugsað sér að verða forsætisráðherra Hann segir að vilji Vinstri grænna að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hvort sem Katrín verði með eða ekki. Hún sé gríðarlega sterkur leiðtogi en maður komi í manns stað. Hann hafi rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja um framhaldið fari Katrín fram en ekkert liggi fyrir um það hver tæki við forsætisráðuneytinu. Langar þig að verða forsætisráðherra? „Hvað vill maður ekki í pólitík? Vill maður ekki hafa áhrif? Þannig að ég útiloka ekki neitt í þeim efnum.“ Katrín Jakobsdóttir veitti ekki viðtöl að fundi loknum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Tengdar fréttir Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33
Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15
Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46