Framboðið hafi ekkert með Katrínu að gera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2024 20:24 Steinunn Ólína vill á Bessastaði. arnar halldórsson Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira