Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 11:40 Ásgeir Jónsson og Gunnar Jakobsson eiga báðir sæti í peningastefnunefnd sem ákvað í gær að auka bindiskyldu bankanna. Stöð 2/Arnar Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50