Angie Harmon segir matvörusendil hafa drepið hundinn sinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 17:47 Harmon segist hafa verið á heimilinu ásamt dætrum sínum þegar hundurinn var skotinn. EPA Leikkonan Angie Harmon sakar matvörusendil frá dreifingarfyrirtækinu Instacart um að hafa skotið hund sinn til bana um helgina. Harmon er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Law & Order og Rizzoli & Isles. Í færslu á Instagram greinir hún frá dauða fjölskylduhundsins Olivers. Hún segir sendil frá sendifyrirtækinu Instacart hafa ráðið honum bana við heimili þeirra í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Instacart er sendingaþjónusta sem sendir matvörur frá verslunum á borð við Walmart og Costco heim til fólks. „Sendill frá Instacart skaut á og drap elsku Oliver okkar. Maðurinn steig út úr bílnum sínum, afhenti sendinguna og skaut síðan hundinn okkar,“ segir Harmon í færslu á Instagram. „Lögreglan leyfði honum að fara vegna þess að hann sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn þegar hann skaut hundinn. Það var hvorki skrámu né bitfar að finna á honum auk þess sem buxurnar hans voru ekki rifnar,“ bætir hún við. Hún segir öryggismyndavél þeirra ekki hafa verið í hleðslu og verknaðurinn því ekki náðst á mynd. „Við erum í algjöru áfalli og niðurbrotin vegna missisins,“ skrifar hún að lokum. Lögreglan í Charlotte-Mecklenburg staðfestir í samtali við NBC að skotárásin hafi átt sér stað. Þá kom fram að enginn hefði verið handtekinn vegna málsins, ekki sé útlit fyrir að neinn verði ákærður og að ekki verði leitast eftir fleiri vitnum. Í tilkynningu frá Instacart segir að sendlinum hefði verið sagt upp störfum og að fyrirtækið væri í samskiptum við Harmon fjölskylduna vegna málsins. Dýr Hollywood Bandaríkin Hundar Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Harmon er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Law & Order og Rizzoli & Isles. Í færslu á Instagram greinir hún frá dauða fjölskylduhundsins Olivers. Hún segir sendil frá sendifyrirtækinu Instacart hafa ráðið honum bana við heimili þeirra í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Instacart er sendingaþjónusta sem sendir matvörur frá verslunum á borð við Walmart og Costco heim til fólks. „Sendill frá Instacart skaut á og drap elsku Oliver okkar. Maðurinn steig út úr bílnum sínum, afhenti sendinguna og skaut síðan hundinn okkar,“ segir Harmon í færslu á Instagram. „Lögreglan leyfði honum að fara vegna þess að hann sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn þegar hann skaut hundinn. Það var hvorki skrámu né bitfar að finna á honum auk þess sem buxurnar hans voru ekki rifnar,“ bætir hún við. Hún segir öryggismyndavél þeirra ekki hafa verið í hleðslu og verknaðurinn því ekki náðst á mynd. „Við erum í algjöru áfalli og niðurbrotin vegna missisins,“ skrifar hún að lokum. Lögreglan í Charlotte-Mecklenburg staðfestir í samtali við NBC að skotárásin hafi átt sér stað. Þá kom fram að enginn hefði verið handtekinn vegna málsins, ekki sé útlit fyrir að neinn verði ákærður og að ekki verði leitast eftir fleiri vitnum. Í tilkynningu frá Instacart segir að sendlinum hefði verið sagt upp störfum og að fyrirtækið væri í samskiptum við Harmon fjölskylduna vegna málsins.
Dýr Hollywood Bandaríkin Hundar Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira