Innlent

Í­búar Hlíða velta fyrir sér dular­fullum hvelli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Íbúar í Hlíðahverfinu virðast sumir hafa hrokkið í kút vegna hvellsins.
Íbúar í Hlíðahverfinu virðast sumir hafa hrokkið í kút vegna hvellsins. Vísir/Vilhelm

Þónokkur fjöldi íbúa í Hlíðunum heyrði hvell sem líktist sprengingu í hverfinu. Slökkvilið og neyðarlína hafa engar fregnir fengið af málinu,

Í Facebook-hópi fyrir íbúa Hlíðanna var kona sem velti fyrir sér hvort hún og fjölskylda hennar væru að tapa glórunni, eða hvort nágrannar hennar hafi einnig heyrt sprengingu, mjög öfluga, á tíunda tímanum í morgun.

Þó nokkrir íbúar segja frá sambærilegri reynslu, og greina frá því að sprengingin hafi heyrst vel þar sem þeir búa. Þannig hafi sprengingin heyrst í mörgum götum Hlíðahverfisins, sem og á Hrefnugötu og Háteigsvegi. 

Í samtali við fréttastofu í morgun sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu að hann hefði sjálfur heyrt hvellinn. Málið hefði hins vegar ekki komið inn á borð slökkviliðs, né Neyðarlínunnar. 

Ekki hefur náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. 

Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×