Grétu og viðurkenndu mistök á erfiðum fundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2024 20:30 Baltasar Kormákur segir að sér hafi sárnað mjög að sjá illa meðferð spænsks þjálfarateymis á hrossum við framleiðslu á þáttaröð hans. Vísir/Sigurjón Baltasar Kormákur bindur vonir við að hægt verði að fá íslenska reiðmenn til að taka við af spænsku þjálfarateymi, sem uppvíst varð að illri meðferð á hrossum við kvikmyndaframleiðslu Baltasars. Þjálfarateymið hafi viðurkennt mistök á erfiðum fundi, þar sem hópnum var sagt upp störfum. Myndbandið, sem brot sést úr í fréttinni hér fyrir neðan, fór víða um helgina og vakti hörð viðbrögð; einn þjálfaranna beitir hestinn mikilli hörku, lemur hann ítrekað í hausinn með einhvers konar áhaldi. Verið var að þjálfa hestana fyrir þáttaröðina King and conqueror sem Baltasar framleiðir. Tökur á þáttunum standa nú yfir í myndveri hans í Gufunesi. Spænska þjálfarateymið kom til landsins fyrir tveimur vikum og hóf þá störf. Það var svo snemma í síðustu viku sem Baltasar segist hafa fengið veður af óánægju íslenskra reiðmanna með aðferðir spænsku þjálfaranna. Þá hafi verið haldinn fundur þar sem því hafi verið beint til hópsins að hann yrði að fylgja íslenskum lögum. Dýralæknir hafi skoðað hestana og gefið fyrirmæli um að hvíla þá. Á föstudaginn, nokkrum dögum eftir þann fund, segist Baltasar svo hafa fengið áðurnefnt myndband sent. „Mér er náttúrulega brugðið að sjá þetta, þetta var ekki í anda þess sem rætt var á fundinum og ég tek ákvörðun um að reka ekki bara þennan mann einan heldur allt teymið,“ segir Baltasar. Hvernig brást þessi hópur við? „Við vorum akkúrat inni í þessu herbergi þegar við sögðum þeim frá þessu. Það var mikið grátið, ég verð bara að segja þér eins og er. Þau voru í sjokki, þau viðurkenndu að einhverju leyti á sig mistök á endanum. En ég sá bara ekki fram úr þessu. Þetta var hrikalega erfiður fundur.“ Sárt að horfa upp á aðfarirnar Þættirnir eru framleiddir fyrir BBC og CBS og fjalla um Vilhjálm bastarð og Harald Guðinason - og sögufræga orrustu þeirra við Hastings árið 1066. Baltasar segir að þekkingin sem þurfi til að þjálfa hesta í slík verkefni fyrirfinnist ekki á Íslandi og því hafi erlendir sérfræðingar veri fengnir til verksins. En nú muni hann leita á náðir Íslendinga. „Takmarka bara það sem verður gert við það sem íslenskir reiðmenn treysta sér til að gera, án þess að beita hestana harðræði. Ég er búinn að vera hestamaður síðan ég var tveggja ára og þetta særir... þetta var ofboðslega sárt fyrir mig að sjá þetta og verða einhvers konar talsmaður þessa. Þar sem þetta er helsta ástríða mín í lífinu, að rækta og ríða hestum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björnsdóttur MAST sérgreinadýralækni hjá MAST er niðurstöðu í málinu að vænta eftir páska. Framleiðslufyrirtækið hafi brugðist hratt og rétt við. Þá séu öll hrossin komin í var. Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12 Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Myndbandið, sem brot sést úr í fréttinni hér fyrir neðan, fór víða um helgina og vakti hörð viðbrögð; einn þjálfaranna beitir hestinn mikilli hörku, lemur hann ítrekað í hausinn með einhvers konar áhaldi. Verið var að þjálfa hestana fyrir þáttaröðina King and conqueror sem Baltasar framleiðir. Tökur á þáttunum standa nú yfir í myndveri hans í Gufunesi. Spænska þjálfarateymið kom til landsins fyrir tveimur vikum og hóf þá störf. Það var svo snemma í síðustu viku sem Baltasar segist hafa fengið veður af óánægju íslenskra reiðmanna með aðferðir spænsku þjálfaranna. Þá hafi verið haldinn fundur þar sem því hafi verið beint til hópsins að hann yrði að fylgja íslenskum lögum. Dýralæknir hafi skoðað hestana og gefið fyrirmæli um að hvíla þá. Á föstudaginn, nokkrum dögum eftir þann fund, segist Baltasar svo hafa fengið áðurnefnt myndband sent. „Mér er náttúrulega brugðið að sjá þetta, þetta var ekki í anda þess sem rætt var á fundinum og ég tek ákvörðun um að reka ekki bara þennan mann einan heldur allt teymið,“ segir Baltasar. Hvernig brást þessi hópur við? „Við vorum akkúrat inni í þessu herbergi þegar við sögðum þeim frá þessu. Það var mikið grátið, ég verð bara að segja þér eins og er. Þau voru í sjokki, þau viðurkenndu að einhverju leyti á sig mistök á endanum. En ég sá bara ekki fram úr þessu. Þetta var hrikalega erfiður fundur.“ Sárt að horfa upp á aðfarirnar Þættirnir eru framleiddir fyrir BBC og CBS og fjalla um Vilhjálm bastarð og Harald Guðinason - og sögufræga orrustu þeirra við Hastings árið 1066. Baltasar segir að þekkingin sem þurfi til að þjálfa hesta í slík verkefni fyrirfinnist ekki á Íslandi og því hafi erlendir sérfræðingar veri fengnir til verksins. En nú muni hann leita á náðir Íslendinga. „Takmarka bara það sem verður gert við það sem íslenskir reiðmenn treysta sér til að gera, án þess að beita hestana harðræði. Ég er búinn að vera hestamaður síðan ég var tveggja ára og þetta særir... þetta var ofboðslega sárt fyrir mig að sjá þetta og verða einhvers konar talsmaður þessa. Þar sem þetta er helsta ástríða mín í lífinu, að rækta og ríða hestum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björnsdóttur MAST sérgreinadýralækni hjá MAST er niðurstöðu í málinu að vænta eftir páska. Framleiðslufyrirtækið hafi brugðist hratt og rétt við. Þá séu öll hrossin komin í var.
Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Hestar Tengdar fréttir Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12 Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Baltasar sleginn yfir hestamálinu Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið. 23. mars 2024 14:12
Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. 23. mars 2024 11:37
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent