Byggja upp eina glæsilegustu aðstöðu Evrópu í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 24. mars 2024 22:33 Brettafélag Hafnarfjarðar flytur í nýja aðstöðu í apríl sem er á við bestu aðstæður meginlandsins að sögn framkvæmdastjórans. Stöð 2 Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið til landsins sérfræðinga frá Danmörku til að byggja upp eina glæsilegustu hjólabrettaaðstöðu í Evrópu. Brettafélagið hefur frá stofnun árið 2012 verið með aðstöðu í gömlu slökkviliðsstöðinni í Flatahrauni. „Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“ Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
„Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“
Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira