Alvarlegt mál þegar TikTok-stjarna kyssti skjólstæðing Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 14:25 Atvikið kom upp á Sóltúni Heilsusetri við Sólvangsveg í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Stjórnendur heilsusetursins Sóltúns í Hafnarfirði líta mál sem kom upp síðustu helgi á setrinu þegar TikTok stjarna tók upp myndband af skjólstæðingi heimilisins alvarlegum augum. Forstjóri segir verkferla hafa verið virkjaða og að málinu sé lokið. Samkvæmt heimildum Vísis fór nítján ára gamall áhrifavaldur inn á Sóltún Heilsusetur síðustu helgi og hugðist taka TikTok-myndband þar. Áhrifavaldurinn er þekktur fyrir að birta grínsketsa og viðtöl tekin upp á opinberum vettvangi á samfélagsmiðilinn, þar sem hann er með yfir tíu þúsund fylgjendur. Í myndbandinu hafi hann sagt að vegna þess hve mörg like hann hefði fengið „þyrfti“ hann að kyssa konu sem var meðal skjólstæðinga. Hann hafi síðan gert atlögu að því. Með öllu óheimilt Í yfirlýsingu frá Höllu Thoroddsen forstjóra Sóltúns segir að síðustu helgi hafi áhrifavaldur mætt á Sóltún Heilsusetur og ætlað að taka upp stutt myndskeið með einum skjólstæðinganna. Mikilvægt sé að gera greinarmun á hjúkrunarheimilinu Sólvangi og Sóltúni Heilsusetri. Sóltún Heilsusetur er skammendurhæfingarmiðstöð fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu á Sólvangi í Hafnarfirði. Þeir sem sækja sér þá þjónustu dvelja þar í fjórar til sex vikur. Hún segir atvikið litið alvarlegum augum hjá stjórnendum heilsusetursins og sé með öllu óheimilt. „Þegar stjórnendur fréttu af myndbandinu var haft samband við viðkomandi áhrifavald og krafist þess að myndbandið yrði fjarlægt af miðlinum og við því var orðið. Aðstandendur voru upplýstir um stöðuna, viðkomandi bað hluteigandi afsökunar, verkferlar áréttaðir og málinu lokið,“ kemur fram í yfirlýsingunni. Eldri borgarar Hjúkrunarheimili TikTok Hafnarfjörður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis fór nítján ára gamall áhrifavaldur inn á Sóltún Heilsusetur síðustu helgi og hugðist taka TikTok-myndband þar. Áhrifavaldurinn er þekktur fyrir að birta grínsketsa og viðtöl tekin upp á opinberum vettvangi á samfélagsmiðilinn, þar sem hann er með yfir tíu þúsund fylgjendur. Í myndbandinu hafi hann sagt að vegna þess hve mörg like hann hefði fengið „þyrfti“ hann að kyssa konu sem var meðal skjólstæðinga. Hann hafi síðan gert atlögu að því. Með öllu óheimilt Í yfirlýsingu frá Höllu Thoroddsen forstjóra Sóltúns segir að síðustu helgi hafi áhrifavaldur mætt á Sóltún Heilsusetur og ætlað að taka upp stutt myndskeið með einum skjólstæðinganna. Mikilvægt sé að gera greinarmun á hjúkrunarheimilinu Sólvangi og Sóltúni Heilsusetri. Sóltún Heilsusetur er skammendurhæfingarmiðstöð fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu á Sólvangi í Hafnarfirði. Þeir sem sækja sér þá þjónustu dvelja þar í fjórar til sex vikur. Hún segir atvikið litið alvarlegum augum hjá stjórnendum heilsusetursins og sé með öllu óheimilt. „Þegar stjórnendur fréttu af myndbandinu var haft samband við viðkomandi áhrifavald og krafist þess að myndbandið yrði fjarlægt af miðlinum og við því var orðið. Aðstandendur voru upplýstir um stöðuna, viðkomandi bað hluteigandi afsökunar, verkferlar áréttaðir og málinu lokið,“ kemur fram í yfirlýsingunni.
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili TikTok Hafnarfjörður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira