Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta.

Rætt verður við Finnbjörn Hermannsson, forseta ASÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti ekki að þessu sinni.

Verði Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, kjörinn næsti forseti Íslands þá mun hann ekki veigra sér við því að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þingið gengur fram af þjóðinni. Hann bætist í fjölmennan hóp fólks sem tilkynnt hefur um framboð til forseta. 

Tekist hefur verið á um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum á Alþingi í dag. Í kvöldfréttum verður rætt við Jóhann Pál Jóhannsson þingmann Samfylkingarinnar og Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar um munnlega skýrslu fjármálaráðherra vegna málsins. 

Þá kíkjum við á Vestfirði í fréttatímanum, þar sem tilraunir hafa verið gerðar með skafrenningsmæli á Steingrímsfjaðarheiði í vetur en vonir standa til að mælirinn komi til með að nýtast við að meta snjóflóðahættu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×