Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Fáir voru á ferli í Grindavík í dag þegar bærinn var opnaður á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Reykjanesi, ræðum við jarðeðlisfræðing og þá sem fóru í bæinn auk þess sem við kíkjum á vinnu við varnargarða.

Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna um fyrirætlanir sínar um kaup á TM tryggingum að mati fjármálaráðherra. Það samræmist ekki stefnu stjórnvalda að bankinn haslaði sér völl í tryggingarstarfsemi. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og ræðum við Hörð Ægisson ritstjóra Innherja um málið.

Fleiri en áður munu geta leitað greiðsluaðlögunar þegar skilyrði fyrir úrræðinu verða rýmkuð með nýjum lögum. Við kynnum okkur breytingarnar og ræðum við formann bæjarráðs Reykjanesbæjar sem segir að Rokksafninu í Hljómahöllinni verði ekki lokað þrátt fyrir að bókasafn verði flutt í húsnæðið.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×