Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi en hraun rennur þó áfram í átt til sjávar. Kristján Már Unnarsson fer yfir stöðuna við gosstöðvarnar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá fáum við Kristínu Jónsdóttur eldfjalla- og jarðskjálftafræðing til okkar í myndver. Hún fer yfir stöðuna á eldgosinu og mögulegt framhald. 

Við verðum einnig í beinni útsendingu með Víði Reynissyni sviðsstjóra almannavarna úr samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Innviðir virðast hafa sloppið afar vel eftir eldsumbrot dagsins.

En við snertum einnig á öðrum málum í fréttatímanum. „Ég er enn í áfalli,“ segir móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu. Ef ekki hefði verið fyrir nágranna hefði geta farið mun verr.

Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×