Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Íslensk kona lýsir dvöl sinni á sjúkrahúsi í Búlgaríu sem algjöru helvíti. Bati hennar er kraftaverki líkastur en um tíma leit út fyrir að hún myndi missa bæði hendur og fætur vegna alvarlegrar sýkingar. Við heyrum sögu Láru Bjarkar Sigrúnardóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Forseti Úkraínu heitir því að herða drónaárásir eftir eldflaugaárás Rússa á úkraínsku borgina Odessa í gær. Úkraínumenn hafa þegar svarað fyrir sig með mannskæðri árás. Skemmdarverk sem framin hafa verið á kjörstöðum í Rússlandi, gætu reynst dýrkeypt.

Þá tökum við stöðuna á Gasa, þar sem neyðin versnar með hverjum deginum. Hjálpargögn bárust í fyrsta sinn sjóleiðina til Gasa í gær en samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er eitt af hverjum þremur börnum á svæðinu alvarlega vannært. 

Við förum einnig til Ísafjarðar, þar sem allt stefnir í metsumar í komum skemmtiferðaskipa. Bæjarstjóri segir unnið að því að tryggja að innviðir þoli álagið. Loks verðum við í beinni útsendingu frá miðbæ Reykjavíkur, þar sem Íslandsmeistaramót í skeggvexti fer fram í kvöld. 

Þetta og margt fleira, með þéttum sportpakka að auki, í kvöldfréttum klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×