Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2 í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2 í kvöld.

Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Slík upplýsingagjöf hefur haldið áfram eftir að málið komst upp. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendum hafa verið hótað brottvísun þegar þeir störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Fjölmargir viðskiptavinir bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi þess í fjöldamörg ár. Við förum á vettvang á Keflavíkurflugvelli í fréttatímanum.

Sextán hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við.

Einnig kynnum við okkur stóraukin framlög til listamannalauna og verðum í beinni útsendingu frá Blaðamannaverðlaununum, sem haldin eru nú í kvöld á Kjarvalsstöðum. Við kynnumst einnig risavöxnum, brasilískum ketti og eiganda hans, sem freistar þess nú að fá köttinn skráðan á spjöld sögunnar.

Landsliðshópur karlaliðs Íslands í knattspyrnu var tilkynntur í dag og verður í eldlínunni í Sportpakka kvöldsins. Albert Guðmundsson er í liðinu, í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×