Játar sekt í Yellowstone-máli Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2024 07:40 Pierce Brosnan hefur meðal annars leikið í myndum um James Bond, Mamma Mia!, Mrs Doubtfire og Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. EPA Írski stórleikarinn Pierce Brosnan hefur játað sök í máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Hinn sjötugi Brosnan neitaði upphaflega sök í málinu þegar það var tekið fyrir í janúar síðastliðinn og hefur hann því nú breytt afstöðu sinni til ákærunnar. Umrætt atvik átti sér stað í nóvember síðastliðnum. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að Brosnan, sem fór meðal annars með hlutverk James Bond í fjórum kvikmyndum, hafi nú játað sök í tveimur ákæruliðum fyrir dómi í Idaho. Má hann reikna með að þurfa að greiða sekt upp á um 200 þúsund króna íslenskra króna. Saksóknari í máli sagði fyrir dómi að Brosnan hafi verið í einkaerindum í þjóðgarðinum og ekki í tengslum við vinnu. Yellowstone-garðurinn er elsti þjóðgarður Bandaríkjanna. Milljónir manna heimsækja þjóðgarðinn í Wyoming á hverju ári, en ákveðin svæði garðsins eru lokuð almenningi og eru þau kirfilega merkt. Brosnan er sagður hafa farið inn á lokuð jarðhitasvæði, meðal annars Mammoth Terraces, þar sem er að finna goshveri. Ákveðið var að rannsaka ferðir Brosnan eftir að hann birti myndir af ferð sinni á svæðið á Instagram. Myndirnar voru síðar fjarlægðar. Hann er sagður hafa heimsótt þjóðgarðinn þegar hann hafi verið við tökur á myndinni The Unholy Trinity ekki langt frá þjóðgarðinum. Refsiramminn í málum sem þessum er allt að um 700 þúsund króna sekt og sex mánaða fangelsi. Reiknað er með að Brosnan muni ekki þurfa að afplána dóm vegna málsins en að hann þurfi þó að greiða sekt og sakarkostnað. Hollywood Bandaríkin Þjóðgarðar Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hinn sjötugi Brosnan neitaði upphaflega sök í málinu þegar það var tekið fyrir í janúar síðastliðinn og hefur hann því nú breytt afstöðu sinni til ákærunnar. Umrætt atvik átti sér stað í nóvember síðastliðnum. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að Brosnan, sem fór meðal annars með hlutverk James Bond í fjórum kvikmyndum, hafi nú játað sök í tveimur ákæruliðum fyrir dómi í Idaho. Má hann reikna með að þurfa að greiða sekt upp á um 200 þúsund króna íslenskra króna. Saksóknari í máli sagði fyrir dómi að Brosnan hafi verið í einkaerindum í þjóðgarðinum og ekki í tengslum við vinnu. Yellowstone-garðurinn er elsti þjóðgarður Bandaríkjanna. Milljónir manna heimsækja þjóðgarðinn í Wyoming á hverju ári, en ákveðin svæði garðsins eru lokuð almenningi og eru þau kirfilega merkt. Brosnan er sagður hafa farið inn á lokuð jarðhitasvæði, meðal annars Mammoth Terraces, þar sem er að finna goshveri. Ákveðið var að rannsaka ferðir Brosnan eftir að hann birti myndir af ferð sinni á svæðið á Instagram. Myndirnar voru síðar fjarlægðar. Hann er sagður hafa heimsótt þjóðgarðinn þegar hann hafi verið við tökur á myndinni The Unholy Trinity ekki langt frá þjóðgarðinum. Refsiramminn í málum sem þessum er allt að um 700 þúsund króna sekt og sex mánaða fangelsi. Reiknað er með að Brosnan muni ekki þurfa að afplána dóm vegna málsins en að hann þurfi þó að greiða sekt og sakarkostnað.
Hollywood Bandaríkin Þjóðgarðar Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira