„Kölluðu starfsfólk borgarinnar út“ og gerðu æfingar Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2024 11:05 Starfsfólk borgarinnar við Höfðatorg var leitt áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi var „kallað út“ og safnaðist saman í bakgarðinum þar sem sem „Heilsuverðirnir“ Gunni og Felix tóku á móti því og gerðu með þeim æfingar. Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31