„Kölluðu starfsfólk borgarinnar út“ og gerðu æfingar Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2024 11:05 Starfsfólk borgarinnar við Höfðatorg var leitt áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi var „kallað út“ og safnaðist saman í bakgarðinum þar sem sem „Heilsuverðirnir“ Gunni og Felix tóku á móti því og gerðu með þeim æfingar. Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31