Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. mars 2024 11:40 Jóhanna Guðrún segir ekkert lag hafa staðið upp úr í Söngvakeppninni um fram önnur. Sigga Ózk og Aníta hafi þó verið flottar og þá er Hera í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. Þetta segir Jóhanna Guðrún í hlaðvarpinu Götustrákar. Tilefnið er nýleg Söngvakeppni RÚV þar sem Hera Björk hafði sigur eftir harða baráttu við Bashar Murad. Bashar var með nokkuð forskot eftir símakosningu og niðurstöðu dómaranefndar og fór í einvígið gegn Heru Björk. Þar kusu töluvert fleiri Heru og hafði hún sigur með rúmlega þrjú þúsund atkvæðum. „Þessi bráðabani ruglar rosalega í kosningunni og mér hefur fundist það undanfarin ár oft brengla kosninguna,“ segir Jóhanna Guðrún. Fyrir tveimur árum höfðu Reykjavíkurdætur forskot gegn Systrum áður en farið var í einvígið. Í einvíginu, þegar almenningi gefst kostur á að kjósa aftur, höfðu Systur betur. Sama var uppi á teningnum þegar María Ólafsdóttir hafði betur gegn Friðriki Dór Jónssyni árið 2015. „Ég væri til í að sjá þennan bráðabana bara ekki eiga sér stað. Bara ein kosning og bara lagið sem vinnur, vinnur. Vegna þess að það hefur sýnt sig, ekki bara núna heldur líka mörg önnur ár að útkoman er önnur,“ segir Jóhanna Guðrún. Einvígið var reyndar orðið nokkuð umdeilt á því herrans ári 2015, eins og lesa má um í fréttaskýringunni hér að neðan. Annars er það að frétta af sigurlagi Söngvakeppninnar að RÚV hefur enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision í ár. Frestur til að skila inn gögnum og ganga frá skráningu er til 11. mars. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Þetta segir Jóhanna Guðrún í hlaðvarpinu Götustrákar. Tilefnið er nýleg Söngvakeppni RÚV þar sem Hera Björk hafði sigur eftir harða baráttu við Bashar Murad. Bashar var með nokkuð forskot eftir símakosningu og niðurstöðu dómaranefndar og fór í einvígið gegn Heru Björk. Þar kusu töluvert fleiri Heru og hafði hún sigur með rúmlega þrjú þúsund atkvæðum. „Þessi bráðabani ruglar rosalega í kosningunni og mér hefur fundist það undanfarin ár oft brengla kosninguna,“ segir Jóhanna Guðrún. Fyrir tveimur árum höfðu Reykjavíkurdætur forskot gegn Systrum áður en farið var í einvígið. Í einvíginu, þegar almenningi gefst kostur á að kjósa aftur, höfðu Systur betur. Sama var uppi á teningnum þegar María Ólafsdóttir hafði betur gegn Friðriki Dór Jónssyni árið 2015. „Ég væri til í að sjá þennan bráðabana bara ekki eiga sér stað. Bara ein kosning og bara lagið sem vinnur, vinnur. Vegna þess að það hefur sýnt sig, ekki bara núna heldur líka mörg önnur ár að útkoman er önnur,“ segir Jóhanna Guðrún. Einvígið var reyndar orðið nokkuð umdeilt á því herrans ári 2015, eins og lesa má um í fréttaskýringunni hér að neðan. Annars er það að frétta af sigurlagi Söngvakeppninnar að RÚV hefur enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision í ár. Frestur til að skila inn gögnum og ganga frá skráningu er til 11. mars.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04
„Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17
Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights. 4. mars 2024 11:53