Jöfnun launa milli markaða forsenda kjarasamnings Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2024 13:03 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ræða málin í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að samtökin muni horfa að miklu leyti til nýrra kjarasamninga sem undirritaðir voru í gær við kjaraviðræður samtakanna. Jöfnun launa milli markaða sé þó forsenda kjarasamnings. Undirritun kjarasamninga milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga í gær markar mikil tíðindi á vinnumarkaði. Stór félög eiga þó eftir að ganga fá kjarasamingum, félög á borð við VR, en félagið sleit sig eftirminnilega frá Breiðfylkingunni fyrir nokkru. Fagfélögin eru í miðjum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og samtökin BSRB hafa þegar hafið viðræður. „Það voru auðvitað gerðir skammtímasamningar síðast þar sem sett voru í verkáætlun ýmis atriði sem ræða átti á tímabilinu og við erum svo sem búin að vera að þoka þeim málum áfram, eins og mál varðandi vaktavinnu og veikindakafla og annað. Síðan erum við að setja okkur í stellingar og erum aðeins búin að eiga samtöl þannig það má segja að viðræðurnar séru nú þegar hafnar, fyrir þónokkru síðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kröfur svipaðar Framkvæmdastjóri SA sagði við undirritun nýs kjarasamnings í gær að samningurinn væri stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Sonja segist hafa tekið undir markmið Breiðfylkingarinnar varðandi vexti og verðbólgu. „Kröfurnar hjá aðildarfélögum BSRB hafa verið af sama toga og hjá þeim.“ En er eitthvað sem þið þurfið að fá fram sem er ekki í þessum samningum? „Það sem auðvitað brennur helst hjá okkar fólki er að við fórum í stórar breytingar á vinnutíma árið 2020 og það eru sérstaklega vaktavinnuhóparnir okkar sem krefjast breytinga og við höfum verið í þeirri vinnu með ríki og sveitarfélögum. Sömuleiðis höfum við verið í vinnu í ansi mörg ár varðandi jöfnun launa milli markaða sem er þó ekki á kjarasamningsborðinu en það að tekin verði skýr næstu skref í því verkefni er forsenda þess að við getum skrifað undir kjarasamninga.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Undirritun kjarasamninga milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga í gær markar mikil tíðindi á vinnumarkaði. Stór félög eiga þó eftir að ganga fá kjarasamingum, félög á borð við VR, en félagið sleit sig eftirminnilega frá Breiðfylkingunni fyrir nokkru. Fagfélögin eru í miðjum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og samtökin BSRB hafa þegar hafið viðræður. „Það voru auðvitað gerðir skammtímasamningar síðast þar sem sett voru í verkáætlun ýmis atriði sem ræða átti á tímabilinu og við erum svo sem búin að vera að þoka þeim málum áfram, eins og mál varðandi vaktavinnu og veikindakafla og annað. Síðan erum við að setja okkur í stellingar og erum aðeins búin að eiga samtöl þannig það má segja að viðræðurnar séru nú þegar hafnar, fyrir þónokkru síðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kröfur svipaðar Framkvæmdastjóri SA sagði við undirritun nýs kjarasamnings í gær að samningurinn væri stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Sonja segist hafa tekið undir markmið Breiðfylkingarinnar varðandi vexti og verðbólgu. „Kröfurnar hjá aðildarfélögum BSRB hafa verið af sama toga og hjá þeim.“ En er eitthvað sem þið þurfið að fá fram sem er ekki í þessum samningum? „Það sem auðvitað brennur helst hjá okkar fólki er að við fórum í stórar breytingar á vinnutíma árið 2020 og það eru sérstaklega vaktavinnuhóparnir okkar sem krefjast breytinga og við höfum verið í þeirri vinnu með ríki og sveitarfélögum. Sömuleiðis höfum við verið í vinnu í ansi mörg ár varðandi jöfnun launa milli markaða sem er þó ekki á kjarasamningsborðinu en það að tekin verði skýr næstu skref í því verkefni er forsenda þess að við getum skrifað undir kjarasamninga.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50