Söngvakeppnin sýni að of margir séu fastir í drullupolli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 10:07 Bashar lenti í öðru sæti á eftir Heru Björk í keppninni. Netverjar voru duglegir að tala illa um Bashar og þá beindu margir reiði sinni að Heru í kjölfar úrslitanna. Vísir/Hulda Margrét Félagsráðgjafi segir ljóta umræðu á samfélagsmiðlum eftir úrslit Söngvakeppninnar síðustu helgi sýna að of mörgum líði illa hér á landi. Hann segir hugarfarsbreytingu þurfa að eiga sér stað og hefur áhyggjur af því að félagsleg einangrun hafi aukist með tilkomu snjalltækja og samfélagsmiðla. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikill hiti var í umræðum á samfélagsmiðlum á meðan Söngvakeppninni stóð og eftir að úrslit voru tilkynnt þar sem ljóst var að Hera hefði farið með sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segist telja tvær ástæður fyrir því að fólk missi sig í ljótum ummælum á samfélagsmiðlum. „Önnur er mjög leiðinleg og hún er sú að við komumst upp með það. Hin er sú að sá sem talar svona neikvætt í garð annarra honum líður ekki vel. Ég held reyndar að almennt líði mjög mörgum á Íslandi ekkert áberandi vel og leyfa sér þar með orðbragð sem bara er ekki sæmandi.“ Neikvæðnin hefur áhrif á heilsuna Theodór segist telja að ástæður þess að svo mörgum líði illa í dag megi meðal annars rekja til félagslegrar einangrunar af völdum samfélagsmiðla og snjalltækja. Umræðan á netinu væri ekki eins hörð ef fólk ætti í meiri tengslum við hvort annað. „Það er þessi fjarlægð, þessi einangrun frá hvort öðru sem veldur því að við leyfum okkur hluti sem eru algjörlega ósæmandi,“ segir Theodór sem bendir á að það sé enginn til að stöðva marga sem láta ljót ummæli falla á samfélagsmiðlum. Neikvæðnin hafi svo áhrif. „Við eigum mjög góðar akademískar rannsóknir sem sýna okkur að neikvæðni hefur bein áhrif á heilsu einstaklinga. Ekki bara andlega heilsu heldur líkamlega heilsu. Þannig að í samfélagi sem vill vera heilsueflandi, sem við viljum vera, þá er þessi neikvæðni mjög mikið eitur inn í líðan einstaklinga.“ Verði að geta viðurkennt vandann Theodór segir að pólitísk umræða erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum, hafi auk þess valdið aukinni skautun í samfélaginu. Það megi ekki lengur vera ósammála. Margir þurfi að læra upp á nýtt að það sé ekki hættulegt þó einhver sé ósammála þeim. „Ég held við séum ekkert öðruvísi í þessu en aðrar þjóðir. Þegar manninum líður illa, tegundinni bara, Homo Sapiens, karl, kona, kvár, hvað sem við erum. Þegar okkur líður illa þá tölum við illa. Og ég held að mörgu leyti þá líði fólki ótrúlega illa,“ segir Theodór. „Ég kemst alltaf að þessari sömu niðurstöðu. Þessum einstaklingum bara getur ekki liðið vel. Þegar ég vaknaði í morgun átti ég mér einn draum og hann var að líða vel. Við erum öll þar. Hluti af því að líða vel er að tala vel. Orð eru skapandi máttur. Ef við erum í þessum drullupolli allan daginn þá líður okkur ekki vel.“ En hvernig nær maður til fólksins sem er í drullupollinum? „Það er alveg spurning. Ég veit það ekki, af því að fólk þarf líka að vilja að fá aðstoðina. Ég held það þurfi hugarfarsbreytingu þar,“ segir Theódór. Hann bendir á að það sem maður láti út úr sér verði alltaf einhvers staðar á ferðinni. Hann myndi til dæmis sjálfur hugsa um það hvaða áhrif það hefði á hans eigin börn ef hann myndi tala með svona hætti á samfélagsmiðlum. „Mamma mín sagði við mig, haft eftir sínum foreldrum, ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá væri snjallt að þegja.“ Eurovision Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mikill hiti var í umræðum á samfélagsmiðlum á meðan Söngvakeppninni stóð og eftir að úrslit voru tilkynnt þar sem ljóst var að Hera hefði farið með sigur úr býtum í einvíginu gegn Bashar Murad. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segist telja tvær ástæður fyrir því að fólk missi sig í ljótum ummælum á samfélagsmiðlum. „Önnur er mjög leiðinleg og hún er sú að við komumst upp með það. Hin er sú að sá sem talar svona neikvætt í garð annarra honum líður ekki vel. Ég held reyndar að almennt líði mjög mörgum á Íslandi ekkert áberandi vel og leyfa sér þar með orðbragð sem bara er ekki sæmandi.“ Neikvæðnin hefur áhrif á heilsuna Theodór segist telja að ástæður þess að svo mörgum líði illa í dag megi meðal annars rekja til félagslegrar einangrunar af völdum samfélagsmiðla og snjalltækja. Umræðan á netinu væri ekki eins hörð ef fólk ætti í meiri tengslum við hvort annað. „Það er þessi fjarlægð, þessi einangrun frá hvort öðru sem veldur því að við leyfum okkur hluti sem eru algjörlega ósæmandi,“ segir Theodór sem bendir á að það sé enginn til að stöðva marga sem láta ljót ummæli falla á samfélagsmiðlum. Neikvæðnin hafi svo áhrif. „Við eigum mjög góðar akademískar rannsóknir sem sýna okkur að neikvæðni hefur bein áhrif á heilsu einstaklinga. Ekki bara andlega heilsu heldur líkamlega heilsu. Þannig að í samfélagi sem vill vera heilsueflandi, sem við viljum vera, þá er þessi neikvæðni mjög mikið eitur inn í líðan einstaklinga.“ Verði að geta viðurkennt vandann Theodór segir að pólitísk umræða erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum, hafi auk þess valdið aukinni skautun í samfélaginu. Það megi ekki lengur vera ósammála. Margir þurfi að læra upp á nýtt að það sé ekki hættulegt þó einhver sé ósammála þeim. „Ég held við séum ekkert öðruvísi í þessu en aðrar þjóðir. Þegar manninum líður illa, tegundinni bara, Homo Sapiens, karl, kona, kvár, hvað sem við erum. Þegar okkur líður illa þá tölum við illa. Og ég held að mörgu leyti þá líði fólki ótrúlega illa,“ segir Theodór. „Ég kemst alltaf að þessari sömu niðurstöðu. Þessum einstaklingum bara getur ekki liðið vel. Þegar ég vaknaði í morgun átti ég mér einn draum og hann var að líða vel. Við erum öll þar. Hluti af því að líða vel er að tala vel. Orð eru skapandi máttur. Ef við erum í þessum drullupolli allan daginn þá líður okkur ekki vel.“ En hvernig nær maður til fólksins sem er í drullupollinum? „Það er alveg spurning. Ég veit það ekki, af því að fólk þarf líka að vilja að fá aðstoðina. Ég held það þurfi hugarfarsbreytingu þar,“ segir Theódór. Hann bendir á að það sem maður láti út úr sér verði alltaf einhvers staðar á ferðinni. Hann myndi til dæmis sjálfur hugsa um það hvaða áhrif það hefði á hans eigin börn ef hann myndi tala með svona hætti á samfélagsmiðlum. „Mamma mín sagði við mig, haft eftir sínum foreldrum, ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá væri snjallt að þegja.“
Eurovision Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira