Vaktin: Kvikuhlaup skammt frá Sýlingarfelli Oddur Ævar Gunnarsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 2. mars 2024 16:11 Frá síðasta hrauni. Vísir/Vilhelm Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss. Áfram mælist aflögun á svæðinu en þegar um kvikuhlaup er að ræða mælist aflögun í nokkrar klukkustundir eftir að skjálftavirknin hættir. Veðurstofan vaktar svæðið til að fylgjast með hvort að virknin taki sig upp aftur næstu klukkustundirnar eða hvort kvikuhlaupinu sé lokið. Möguleiki er að kvika læðist upp til yfirborðs líkt og dæmi eru um í eldgosum við Fagradalsfjall. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni á Vísi neðst í fréttinni. Allir hafa skjálftarnir mælst við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. Sama svæði og líklegast hefur verið talið að eldgos komi upp á. Hægt er að fylgjast með af Reykjanesi í beinni útsendingu í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna. Þá birtist vaktin um leið.
Áfram mælist aflögun á svæðinu en þegar um kvikuhlaup er að ræða mælist aflögun í nokkrar klukkustundir eftir að skjálftavirknin hættir. Veðurstofan vaktar svæðið til að fylgjast með hvort að virknin taki sig upp aftur næstu klukkustundirnar eða hvort kvikuhlaupinu sé lokið. Möguleiki er að kvika læðist upp til yfirborðs líkt og dæmi eru um í eldgosum við Fagradalsfjall. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni á Vísi neðst í fréttinni. Allir hafa skjálftarnir mælst við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. Sama svæði og líklegast hefur verið talið að eldgos komi upp á. Hægt er að fylgjast með af Reykjanesi í beinni útsendingu í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna. Þá birtist vaktin um leið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira