Innlent

Um þrjá­tíu skjálftar frá mið­nætti við kvikuganginn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vefmyndavél Vísis er á Þorbirni og útsýnið er yfir Bláa lónið og Reykjanesskaga.
Vefmyndavél Vísis er á Þorbirni og útsýnið er yfir Bláa lónið og Reykjanesskaga. Egill

Nóttin var róleg á Reykjanesinu þegar kemur að skjálftavirkni en töluverður fjöldi smáskjálfta mældist hinsvegar við Eiturhóla í grennd við Hengil.

Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að frá miðnætti hafi mælst um 30 skjálftar við kvikuganginn í Sundhnúksgígaröðinni og í gær hafi þeir alls verið sextíu og fimm talsins. Enginn órói fylgir þessum skjálftum og því bíða menn enn eftir gosi á svæðinu.

Hinsvegar var töluverð virkni við Eiturhóla en Bjarki segir þó engin tengsl við atburðina á Reykjanesi. Annað hvort sé bara um eðlilega virkni að ræða á svæðinu, en einnig kemur til greina að niðurdæling vatns í tengslum við Hellisheiðarvirkjun hafi framkallað skjálftana. Það verði kannnað betur í dag.


Tengdar fréttir

Vona að jarðvegur verndi nýja lögn renni hraun aftur sömu leið

Vinnuflokkar keppast nú við að klára frágang í kringum nýja Njarðvíkurlögn og nýja og hærri háspennulínu, sem liggur yfir varnargarðinn við Svartsengi, áður en eldgos hefst. Um átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi að mati Veðurstofunnar en enginn gosórói mælist enn sem komið er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×