Bílstjórinn tekinn úr umferð hjá Pant Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2024 14:01 Framkvæmdastjóri Hreyfils ræddi við bílstjórann í gær sem ekur ekki lengur fyrir Pant. Bílstjóri Hreyfils sem skildi fatlaðan dreng eftir við Víkingsheimilið á fimmtudag í stað þess að aka honum heim ekur ekki lengur fyrir Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Það staðfestir Haraldur Axel Gunnarsson framkvæmdastjóri Hreyfils. Fjallað var um málið fyrr í dag en þar sagði Evelyn Rodriguez, móðir drengsins, að það sé aðeins heppni að ekki fór verr. Sonur hennar fannst í Víkingsheimilinu um hálftíma eftir að hann fór úr leigubíl frá Pant. Drengurinn hafði verið í skólanum í Klettaskóla og átti bílstjórinn að aka honum heim í Safamýri en skildi hann eftir við Víkingsheimilið. Þegar Evelyn kom að sækja son sinn, John Miguel, var hann afar illa haldinn og hafði misst bæði þvag og saur. Þá titraði hann og var afar hræddur. „Bílstjórinn sem keyrði drenginn fór ekki að fyrirmælum sem fylgdu með aksturspöntun en allar upplýsingar komu þar fram, hvert átti að sækja drenginn og áfangastaður,“ segir Haraldur sem ræddi við bílstjórann í gær. Hann segir bílstjórann ekki hafa getað útskýrt hvernig drengurinn endaði við Víkingsheimilið en ekki heima hjá sér en samkvæmt leiðbeiningum átti að að keyra hann upp að dyrum. Bílstjórinn hefur í kjölfarið á þessu atviki verið tekinn úr þjónustu Pant. „Hann mun ekki koma að þeirri þjónustu oftar. Málið er litið mjög alvarlegum augum og Hreyfill harmar að þetta atvik og munu verkferlar verða skoðaðir ásamt Pant eftir helgi,“ segir Haraldur Axel. Ferðaþjónusta fatlaðra Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Leigubílar Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Fjallað var um málið fyrr í dag en þar sagði Evelyn Rodriguez, móðir drengsins, að það sé aðeins heppni að ekki fór verr. Sonur hennar fannst í Víkingsheimilinu um hálftíma eftir að hann fór úr leigubíl frá Pant. Drengurinn hafði verið í skólanum í Klettaskóla og átti bílstjórinn að aka honum heim í Safamýri en skildi hann eftir við Víkingsheimilið. Þegar Evelyn kom að sækja son sinn, John Miguel, var hann afar illa haldinn og hafði misst bæði þvag og saur. Þá titraði hann og var afar hræddur. „Bílstjórinn sem keyrði drenginn fór ekki að fyrirmælum sem fylgdu með aksturspöntun en allar upplýsingar komu þar fram, hvert átti að sækja drenginn og áfangastaður,“ segir Haraldur sem ræddi við bílstjórann í gær. Hann segir bílstjórann ekki hafa getað útskýrt hvernig drengurinn endaði við Víkingsheimilið en ekki heima hjá sér en samkvæmt leiðbeiningum átti að að keyra hann upp að dyrum. Bílstjórinn hefur í kjölfarið á þessu atviki verið tekinn úr þjónustu Pant. „Hann mun ekki koma að þeirri þjónustu oftar. Málið er litið mjög alvarlegum augum og Hreyfill harmar að þetta atvik og munu verkferlar verða skoðaðir ásamt Pant eftir helgi,“ segir Haraldur Axel.
Ferðaþjónusta fatlaðra Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Leigubílar Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira