Finnar eyða óvissunni og staðfesta þátttöku í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 15:31 Atriði Finna er í óhefðbundnari kantinum. Finnska ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision í Malmö í maí. Líkt og á Íslandi hefur verið talað við sniðgöngu keppninnar vegna þátttöku Ísraels. Þeirri óvissu hefur verið eytt í Finnlandi. Finnska ríkisútvarpið segist í tilkynningu fallast á ákvörðun Sambands evrópskra ríkissjónvarpsstöðva, EBU, varðandi val á þátttökuþjóðum. Þar hefur þótt umdeilt að Ísrael fái að keppa vegna árása þeirra á Gaza undanfarna mánuði þar sem á þriðja tug þúsunda Palestínumanna er talinn látinn. Finnska ríkisútvarpið segist hafa rætt við sigurvegara söngvakeppninnar þar í landi Windows95man, sem ætlar að halda áfram undirbúningi fyrir keppnina í Malmö. Teemu Keisteri, skapari karakterins Windows95man, og söngvarinn Henri Piispanen segja að eina rétta ákvörðun EBU hefði verið að meina Ísrael að taka þátt. „Hins vegar teljum við ekki að sniðganga okkar myndi hafa áhrif. Þess í stað höfum við hafið samtal við aðra þátttakendur og velt fyrir okkur leiðum til að hafa áhrif og nýta stöðuna til að setja þrýsting á EBU. Ákvörðunin var erfið en liggur nú fyrir.“ Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi höfðu í byrjun janúar skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess varr krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgengi Eurovision fengi Ísrael að taka þátt. Svipuð umræða hefur átt sér stað hér heima á Íslandi og hefur FÁSES, félag áhugafólks um Eurovision, meðal annars skorað á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina. Útvarpsstjóri fór þá leið að aðskilja Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision, og Eurovision. Ákvörðun um þátttöku Íslands yrði ekki tekin fyrr en að lokinni Söngvakeppninni eftir samtal við sigurvegarann. Eurovision Finnland Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Finnska ríkisútvarpið segist í tilkynningu fallast á ákvörðun Sambands evrópskra ríkissjónvarpsstöðva, EBU, varðandi val á þátttökuþjóðum. Þar hefur þótt umdeilt að Ísrael fái að keppa vegna árása þeirra á Gaza undanfarna mánuði þar sem á þriðja tug þúsunda Palestínumanna er talinn látinn. Finnska ríkisútvarpið segist hafa rætt við sigurvegara söngvakeppninnar þar í landi Windows95man, sem ætlar að halda áfram undirbúningi fyrir keppnina í Malmö. Teemu Keisteri, skapari karakterins Windows95man, og söngvarinn Henri Piispanen segja að eina rétta ákvörðun EBU hefði verið að meina Ísrael að taka þátt. „Hins vegar teljum við ekki að sniðganga okkar myndi hafa áhrif. Þess í stað höfum við hafið samtal við aðra þátttakendur og velt fyrir okkur leiðum til að hafa áhrif og nýta stöðuna til að setja þrýsting á EBU. Ákvörðunin var erfið en liggur nú fyrir.“ Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi höfðu í byrjun janúar skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess varr krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgengi Eurovision fengi Ísrael að taka þátt. Svipuð umræða hefur átt sér stað hér heima á Íslandi og hefur FÁSES, félag áhugafólks um Eurovision, meðal annars skorað á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina. Útvarpsstjóri fór þá leið að aðskilja Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision, og Eurovision. Ákvörðun um þátttöku Íslands yrði ekki tekin fyrr en að lokinni Söngvakeppninni eftir samtal við sigurvegarann.
Eurovision Finnland Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56
Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12