Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2024 10:35 Íslendingum eru ekki vandaðar kveðjurnar í ísraelsku sjónvarpi, þar eru þeir dregnir sundur og saman í háði. Ljóst er að almenningur í Ísrael er afar ósáttur við mótmælin á Íslandi og kröfu um að Ísland sniðgangi Eurovisin vegna stríðsins í Gasa. Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. Eins og fram hefur komið hafa íslenskir tónlistarmenn og fleiri sett fram þá kröfu að Eurovision verði sniðgengin ef Ísrael verði með. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur gefið það út að samband Eurovision og Söngvakeppninnar verði slitin og tekin ákvörðun um þátttöku í kjölfar niðurstöðu þar. Þetta hefur vakið mikla athygli í Ísraels og þá ekki síður það að meðal tíu þátttakenda í Söngvakeppninni að þessu sinni er Palestínumaðurinn Bashar Murad. Í vikunni var gert hæðst að þessu í ísraelsku sjónvarpi, Stöð 12 sem er sama stöðin og sendir út frá Eurovision. Fyrir þá sem ekki skilja er hér lausleg þýðing: Spyrill: Við heyrum að samtök listamanna á Íslandi vilji sniðganga Eurovision nema Ísrael verði útilokað frá keppni? Hatara-eftirlíking: „Já. Og að baki þessa standa allir íslenskir listamenn sem eru ég, Björk og 3000 ísskúlptúrar. Spyrill: Það er þungi í þessum aðgerðum. En hverjar eru ásakanirnar gagnvart Ísrael? Hatara-eftirlíking: Sko, Ísrael hefur ofsótt Gasani nú í mörg ár án þess að nota „öryggisorðið“. Mitt öryggisorð er til dæmis „Kobe Marom“. Spyrill: Takk fyrir þessar upplýsingar (um öryggisorðið). Eins og ég skil þetta þá eruð þið að fara fram á að á meðan Ísrael sé með þá séuð þið að hvetja aðrar þjóðir til að sniðganga Eurovision? Hatara-eftirlíking: „Það er engin þörf á því. Vil munum vinna, nú þegar okkar fulltrúi verður palestínumaður. Komdu Bashar. Spyrill: Velkominn palenstínski keppandi sem mun verða fulltrúi Íslands í Euriovision, Bashar Murad. Bashar: Gott kvöld. Sjáið hversu frábært nafn mitt er. Ég get sungið Bashar og það rímar við „shar“ (sem á hebresku rímar við Bashar). Eins gott að ég var ekki skírður fraktor. Spyrill: Frábært. En, þú ert ekki raunverulega íslenskur borgari. Þú ert frá Austur-Jerúsalem? Bashar: Já, í rauninni. En í hjarta mínu hef ég alltaf verið Íslendingur, þú veist, náttúran, geysir en palenstínskir geysirar eru ekki eins ánægðir. Hatara-eftirherma: Er enginn geysir í Palestínu? Ég er hneykslaður, og Björk er það líka. Bashar: Við höfðum geysir en þeir eru komnir djúpt í jörðu. Segjum að þeir séu ekki eins virkir núna. Spyrll: Afsakið að ég trufla, en þú ert frá Austur-Jerúsalem. Mér skilst að þú hafir lært í Rimon (tónlistarskóli í Ísrael með áherslu á jazz og nútímatónlist)? Bashar: Já, í Rimon. Ég var þar bara í ár. Síðan hætti ég því ég áttaði mig á því að Rimon var ekki eins og ég hafði haldið. Ég hélt að þar væru flugeldar og sprengjur. Gaman. En svo fann ég út að eina sprengingin var milli Keren Peles og Aya Korem. Spyrill: Útskýrðu fyrir mér sambandið milli þessarar einkennilegu hljómsveitar og Palestínumanna? Bashar: Helstu tengslin eru, bæði í Gasa og í hljómsveitinni, er að þeir setja fólk eins og mig í búr og berja með svipu… Og þannig gengur dælan. Dívan Dana International birtist og skiptist á skætingi við afkárlega fulltrúa Íslands. „Fyrst þeir sniðganga okkur þá sniðgöngum við þá.“ Og svo lýkur þessu á heldur ókræsilegu gríni þess efnis að ef Bashar færi til Gaza muni hann gangast undir kynleiðréttingu án deifingar. Víst er að fólkið í Ísrael er afar ósátt við mótmælin á Íslandi gegn stríðinu á Gasa og er sér að fullu meðvitað um andstöðuna hér. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa íslenskir tónlistarmenn og fleiri sett fram þá kröfu að Eurovision verði sniðgengin ef Ísrael verði með. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur gefið það út að samband Eurovision og Söngvakeppninnar verði slitin og tekin ákvörðun um þátttöku í kjölfar niðurstöðu þar. Þetta hefur vakið mikla athygli í Ísraels og þá ekki síður það að meðal tíu þátttakenda í Söngvakeppninni að þessu sinni er Palestínumaðurinn Bashar Murad. Í vikunni var gert hæðst að þessu í ísraelsku sjónvarpi, Stöð 12 sem er sama stöðin og sendir út frá Eurovision. Fyrir þá sem ekki skilja er hér lausleg þýðing: Spyrill: Við heyrum að samtök listamanna á Íslandi vilji sniðganga Eurovision nema Ísrael verði útilokað frá keppni? Hatara-eftirlíking: „Já. Og að baki þessa standa allir íslenskir listamenn sem eru ég, Björk og 3000 ísskúlptúrar. Spyrill: Það er þungi í þessum aðgerðum. En hverjar eru ásakanirnar gagnvart Ísrael? Hatara-eftirlíking: Sko, Ísrael hefur ofsótt Gasani nú í mörg ár án þess að nota „öryggisorðið“. Mitt öryggisorð er til dæmis „Kobe Marom“. Spyrill: Takk fyrir þessar upplýsingar (um öryggisorðið). Eins og ég skil þetta þá eruð þið að fara fram á að á meðan Ísrael sé með þá séuð þið að hvetja aðrar þjóðir til að sniðganga Eurovision? Hatara-eftirlíking: „Það er engin þörf á því. Vil munum vinna, nú þegar okkar fulltrúi verður palestínumaður. Komdu Bashar. Spyrill: Velkominn palenstínski keppandi sem mun verða fulltrúi Íslands í Euriovision, Bashar Murad. Bashar: Gott kvöld. Sjáið hversu frábært nafn mitt er. Ég get sungið Bashar og það rímar við „shar“ (sem á hebresku rímar við Bashar). Eins gott að ég var ekki skírður fraktor. Spyrill: Frábært. En, þú ert ekki raunverulega íslenskur borgari. Þú ert frá Austur-Jerúsalem? Bashar: Já, í rauninni. En í hjarta mínu hef ég alltaf verið Íslendingur, þú veist, náttúran, geysir en palenstínskir geysirar eru ekki eins ánægðir. Hatara-eftirherma: Er enginn geysir í Palestínu? Ég er hneykslaður, og Björk er það líka. Bashar: Við höfðum geysir en þeir eru komnir djúpt í jörðu. Segjum að þeir séu ekki eins virkir núna. Spyrll: Afsakið að ég trufla, en þú ert frá Austur-Jerúsalem. Mér skilst að þú hafir lært í Rimon (tónlistarskóli í Ísrael með áherslu á jazz og nútímatónlist)? Bashar: Já, í Rimon. Ég var þar bara í ár. Síðan hætti ég því ég áttaði mig á því að Rimon var ekki eins og ég hafði haldið. Ég hélt að þar væru flugeldar og sprengjur. Gaman. En svo fann ég út að eina sprengingin var milli Keren Peles og Aya Korem. Spyrill: Útskýrðu fyrir mér sambandið milli þessarar einkennilegu hljómsveitar og Palestínumanna? Bashar: Helstu tengslin eru, bæði í Gasa og í hljómsveitinni, er að þeir setja fólk eins og mig í búr og berja með svipu… Og þannig gengur dælan. Dívan Dana International birtist og skiptist á skætingi við afkárlega fulltrúa Íslands. „Fyrst þeir sniðganga okkur þá sniðgöngum við þá.“ Og svo lýkur þessu á heldur ókræsilegu gríni þess efnis að ef Bashar færi til Gaza muni hann gangast undir kynleiðréttingu án deifingar. Víst er að fólkið í Ísrael er afar ósátt við mótmælin á Íslandi gegn stríðinu á Gasa og er sér að fullu meðvitað um andstöðuna hér.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56
Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00
„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“