Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 11:12 Álfur Birkir, Úlfar Viktor, Sigríður Andersen og Máni Pétursson eru meðal þeirra sem hafa furðað sig á nýjasta útspili RÚV. Vísir Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. Eins og greint var frá í gær ætlar Ríkisútvarpið ekki að taka ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst á laugardag. RÚV hefur verið beitt miklum þrýstingi um að taka ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í keppninni. Útvarpsstjóra var nýverið afhentur undirskriftalisti 550 íslenskra tónlistarmanna, þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppninni yrði Ísrael með. Fyrir liggur að Ísrael mun taka þátt í keppninni í Malmö í maí. Útvarpsstjóra var jafnframt afhentur í desember undirskriftalisti níu þúsund manna sem vilja ekki að Ísland taki þátt í keppninni. Við það tilefni sagði Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ekki RÚV að taka utanríkispólitískar ákvarðanir. Rúnar Freyr sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndin sé ekki að láta sigurvegarann taka þessa ákvörðun. Ákvörðunin sé alfarið á RÚV en verði tekin í samráði við keppandann sem beri sigur úr býtum. „Engin pressa!“ Nýjasta útspil RÚV í málinu, að taka ekki ákvörðun fyrr en eftir Söngvakeppnina, hefur fallið illa í kramið hjá mörgum. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum og skrifar Úlfar Viktor Björnsson, sem keppti í Söngvakeppninni í fyrra, til dæmis á Facebook að það sé „galin pæling að leggja þá risastóru ákvörðun á sigurvegara keppninnar hvort hann eigi að freista þess að fara út á þetta flotta svið eða draga sig úr keppni.“ Hann segir að með þessu þurfi að treysta á prinsipp sigurvegarans og að um veruleikafirringu sé að ræða. „Með þessu er RÚV algjörlega að firra sig allri ábyrgð frá því að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og kasta henni frekar á unga og upprennandi tónlistarmenn sem eðlilega vilja fátt meira en að láta ljós sitt skína. Það er hrikalega ljótt og illa gert og ég skil ekki að þeir haldi að keppendum sé gerður einhver greiði með því.“ Vignir Rafn Valþórsson, leikari og leikstjóri, gerir stólpagrín að Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra á RÚV og Stefáni Eiríkssyni á Facebook. Hann skrifar að þeir félagar leggi, með ákvörðuninni um að taka ekki ákvörðun, ákvörðunina alfarið í hendurnar á sigurvegaranum, sem líklega verði barn á táningsaldri. „Viðkomandi má bara alveg taka þessa ákvörðun sjálft. Engin pressa! Það besta er að þannig get ég haldið í allar auglýsingatekjur, símakosningadæmið OG fríað mig frá allri ábyrgð ef svo ólíklega vill til að „sigurvegarinn“ tekur þá asnalegu (fyrir mig) ákvörðun að halda sig heima.“ „Ég læt alltaf sex ára dóttur mína taka óþægilegar ákvarðanir“ Sigríður Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, vekur athygli á því á Twitter að enginn þingmaður hafi tjáð sig sérstaklega um þessi Eurovision-mál. „Telja þingmenn þetta mál þeim óviðkomandi? Utanríkismálanefnd hefur kannski skoðun á þessari útvistun stefnumótunar í utanríkismálum til óþekkts tónlistarmanns? En kannski bara ekki.“ Ég hef ekki heyrt einn einasta fulltrúa fjárveitingarvaldsins tjá sig um þetta. Telja þingmenn þetta mál þeim óviðkomandi? Utanríkismálanefnd hefur kannski skoðun á þessari útvistun stefnumótunnar í utanríkismálum til óþekkts tónlistarmanns? En kannski bara ekki. https://t.co/zK9UL9IM6r— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) January 23, 2024 Fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson skrifar um málið í lokaðri Facebook-færslu þar sem hann furðar sig á því að ábyrgðin sé lögð á herðar sigurvegarans. „Sá sem vinnur keppnina fær sem sagt að ráða hvor hópurinn kallar hann hálfvita. Hópurinn sem styður frið eða hópurinn sem kallar alla friðarsinna gyðingahatara. Vá frábær verðlaun.“ Mikil umræða skapaðist undir færslu Mána. Þar segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona Pírata Mána hafa greint stöðuna ágætlega. Þorsteinn Kolbeinsson tónlistarmaður segir augljóst að RÚV reyni með þessu að „kaupa sér frið“ til að halda keppnina, fá áhorf og auglýsingatekjur. Emil Morávek spyr hvort ákvörðunin sýni ekki bara þroska: „Ég læt alltaf 6 ára dóttur mína taka allar þær ákvarðanir sem mér þykir óþægilegt að taka og gæti þess að ábyrgðin hvíli á henni. Þetta hefur reynst vel á mínu heimili.“ „Aumingjalegt“ útspil Álfur Birkir, formaður Samtakanna ´78, skrifar að ekkert Eurovision-ball verði heima hjá honum í ár, hvorki á laugardaginn, í mars eða í maí. „Á meðan RÚV hefur ekki tekið ákvörðun um að sniðganga Eurovision í Svíþjóð í ár er Söngvakeppni sjónvarpsins ekkert nema framlenging Evrópukeppninnar. Ég get ekki með neinu móti notið þess þegar íslenska þjóðin velur sér framlag til að standa á sviði með áróðursmaskínu Ísrael og ætla því ekki að horfa á Söngvakeppnina eins og ég hef gjarnan gert. Jón Axel Ólafsson útvarpsmaður segir mikið á sigurvegarann lagt. „Sama hvað hann gerir, þá tapar hann. Það er ekki sanngjarnt.“ Páll Magnússon stjórnmálamaður skrifar í athugasemd við færslu Jóns Axels að útspilið sé ekki stórmannlegt hjá RÚV. „Reyndar frekar aumingjalegt - að setja listafólkið í skotlínuna til að koma sjálfu sér í skjól.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona lætur einnig í sér heyra og hún segist ekki hafa áhyggjur af þessu, sigurvegarinn muni að sjálfsögðu taka ómakið af heigulshætti stjórnenda RÚV: Eurovision Ríkisútvarpið Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eins og greint var frá í gær ætlar Ríkisútvarpið ekki að taka ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst á laugardag. RÚV hefur verið beitt miklum þrýstingi um að taka ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í keppninni. Útvarpsstjóra var nýverið afhentur undirskriftalisti 550 íslenskra tónlistarmanna, þar sem farið var fram á að Ísland drægi sig úr keppninni yrði Ísrael með. Fyrir liggur að Ísrael mun taka þátt í keppninni í Malmö í maí. Útvarpsstjóra var jafnframt afhentur í desember undirskriftalisti níu þúsund manna sem vilja ekki að Ísland taki þátt í keppninni. Við það tilefni sagði Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ekki RÚV að taka utanríkispólitískar ákvarðanir. Rúnar Freyr sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndin sé ekki að láta sigurvegarann taka þessa ákvörðun. Ákvörðunin sé alfarið á RÚV en verði tekin í samráði við keppandann sem beri sigur úr býtum. „Engin pressa!“ Nýjasta útspil RÚV í málinu, að taka ekki ákvörðun fyrr en eftir Söngvakeppnina, hefur fallið illa í kramið hjá mörgum. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum og skrifar Úlfar Viktor Björnsson, sem keppti í Söngvakeppninni í fyrra, til dæmis á Facebook að það sé „galin pæling að leggja þá risastóru ákvörðun á sigurvegara keppninnar hvort hann eigi að freista þess að fara út á þetta flotta svið eða draga sig úr keppni.“ Hann segir að með þessu þurfi að treysta á prinsipp sigurvegarans og að um veruleikafirringu sé að ræða. „Með þessu er RÚV algjörlega að firra sig allri ábyrgð frá því að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og kasta henni frekar á unga og upprennandi tónlistarmenn sem eðlilega vilja fátt meira en að láta ljós sitt skína. Það er hrikalega ljótt og illa gert og ég skil ekki að þeir haldi að keppendum sé gerður einhver greiði með því.“ Vignir Rafn Valþórsson, leikari og leikstjóri, gerir stólpagrín að Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra á RÚV og Stefáni Eiríkssyni á Facebook. Hann skrifar að þeir félagar leggi, með ákvörðuninni um að taka ekki ákvörðun, ákvörðunina alfarið í hendurnar á sigurvegaranum, sem líklega verði barn á táningsaldri. „Viðkomandi má bara alveg taka þessa ákvörðun sjálft. Engin pressa! Það besta er að þannig get ég haldið í allar auglýsingatekjur, símakosningadæmið OG fríað mig frá allri ábyrgð ef svo ólíklega vill til að „sigurvegarinn“ tekur þá asnalegu (fyrir mig) ákvörðun að halda sig heima.“ „Ég læt alltaf sex ára dóttur mína taka óþægilegar ákvarðanir“ Sigríður Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, vekur athygli á því á Twitter að enginn þingmaður hafi tjáð sig sérstaklega um þessi Eurovision-mál. „Telja þingmenn þetta mál þeim óviðkomandi? Utanríkismálanefnd hefur kannski skoðun á þessari útvistun stefnumótunar í utanríkismálum til óþekkts tónlistarmanns? En kannski bara ekki.“ Ég hef ekki heyrt einn einasta fulltrúa fjárveitingarvaldsins tjá sig um þetta. Telja þingmenn þetta mál þeim óviðkomandi? Utanríkismálanefnd hefur kannski skoðun á þessari útvistun stefnumótunnar í utanríkismálum til óþekkts tónlistarmanns? En kannski bara ekki. https://t.co/zK9UL9IM6r— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) January 23, 2024 Fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson skrifar um málið í lokaðri Facebook-færslu þar sem hann furðar sig á því að ábyrgðin sé lögð á herðar sigurvegarans. „Sá sem vinnur keppnina fær sem sagt að ráða hvor hópurinn kallar hann hálfvita. Hópurinn sem styður frið eða hópurinn sem kallar alla friðarsinna gyðingahatara. Vá frábær verðlaun.“ Mikil umræða skapaðist undir færslu Mána. Þar segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona Pírata Mána hafa greint stöðuna ágætlega. Þorsteinn Kolbeinsson tónlistarmaður segir augljóst að RÚV reyni með þessu að „kaupa sér frið“ til að halda keppnina, fá áhorf og auglýsingatekjur. Emil Morávek spyr hvort ákvörðunin sýni ekki bara þroska: „Ég læt alltaf 6 ára dóttur mína taka allar þær ákvarðanir sem mér þykir óþægilegt að taka og gæti þess að ábyrgðin hvíli á henni. Þetta hefur reynst vel á mínu heimili.“ „Aumingjalegt“ útspil Álfur Birkir, formaður Samtakanna ´78, skrifar að ekkert Eurovision-ball verði heima hjá honum í ár, hvorki á laugardaginn, í mars eða í maí. „Á meðan RÚV hefur ekki tekið ákvörðun um að sniðganga Eurovision í Svíþjóð í ár er Söngvakeppni sjónvarpsins ekkert nema framlenging Evrópukeppninnar. Ég get ekki með neinu móti notið þess þegar íslenska þjóðin velur sér framlag til að standa á sviði með áróðursmaskínu Ísrael og ætla því ekki að horfa á Söngvakeppnina eins og ég hef gjarnan gert. Jón Axel Ólafsson útvarpsmaður segir mikið á sigurvegarann lagt. „Sama hvað hann gerir, þá tapar hann. Það er ekki sanngjarnt.“ Páll Magnússon stjórnmálamaður skrifar í athugasemd við færslu Jóns Axels að útspilið sé ekki stórmannlegt hjá RÚV. „Reyndar frekar aumingjalegt - að setja listafólkið í skotlínuna til að koma sjálfu sér í skjól.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona lætur einnig í sér heyra og hún segist ekki hafa áhyggjur af þessu, sigurvegarinn muni að sjálfsögðu taka ómakið af heigulshætti stjórnenda RÚV:
Eurovision Ríkisútvarpið Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10